Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 33

Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 33
1950", segir Glennford Myers frá IBM Systems Research Institute, New York, í viðtali við Financial Times fyrir skömmu. Og hann bætti því við, að það sem meira væri, — tölvunotendur eins og stærstu framleiðslufyrirtækin væru þegar búin að verja svo miklum fjármunum í kauþ á tölvu- búnaði að þau gerðu engar kröfur um að fullkomnari tæki kæmu á markaðinn í náinni framtíð. Myers segir að þróunin hafi öllu fremur verið fólgin í tækniframför- um sem snerta framleiðslu á tölv- um og tölvubúnaði t.d. alls konar jaðartækjum auk þess sem fram- þoð staðlaðra forrita hafi aukizt jafnt og þétt. Þetta sé raunveru- lega sú þróun sem almenningur hefur verið að fylgjast með, fram- leiðendur og almenningur hefur stööugt verið að uþþgötva ný og ný verkefni fyrir tölvur, án þess að tölvurnar séu fullkomnari að öðru leyti en því að vera þetur smíðaðar. Blaðamaður Financial Times kemst að þeirri niðurstöðu, að tölvur muni halda áfram að verða fyrirferðarminni og ódýrari og að tæknilegar endurbætur, ef nokkr- ar séu, verði duldar fyrir notendum fremur en öfugt. Sþurningin á tæknisviðinu sé því: Hve fyrirferð- arlitlar geta tölvur orðið t.d. eftir áratug? Markaðshlutdeild jaðartækja Aukin fjölbreytni í notkun tölva hefur skaþað markað fyrir marg- vísleg tæki, sem tengja má mið-' tölvu eða vinnsluverki í því skyni að sníða tölvukerfið að þörfum og kröfum notandans. Yfirleitt eru þessi tæki kölluð jaðartæki (peripherals). Það virðist aftur- ámóti vefjast fyrir mörgum hvar mörkin eru dregin á milli kjarna- búnaðar og jaðartækja. í algeng- ustu tölvukerfum, t.d. bókhalds- tölvum eins og notaðar eru hér- lendis, kallast seguldiskar eöa geymslubönd t.d. ekki jaðartæki heldur telst hluti kjarnabúnaðar- ins. í þessu sambandi má geta þess að núorðið eru jaðartækin talsvert dýrari en sjálfur kjarnabúnaður- inn, eða réttara sagt, verðmæti jaðartækjanna á markaðinum skaþa tölvuseljendum mun meiri tekjur en sala á kjarnabúnaði. Annað atriði sem nefna mætti er að nú eru jaðartæki, í auknu mæli, með ákveðna vinnslugetu upp að vissu marki þannig að þau geta unnið samhliða kjarnatölvu og í sumum tilvikum sem sjálfstæðar vinnslutölvur (t.d. einstakar gerðir tölvuskerma). Breska ráðgjafarfyrirtækið Mackintosh Consultants hefur reiknað út að heildarmarkaður fyrir tölvubúnað (hardware) í 4 markaðslöndum Evrópu, Frakk- landi, Bretlandi, Ítalíu og V-Þýzka- landi, muni nema um 5 milljörðum dollara á árinu 1979. Þar af muni jaðartæki skapa um 70% sölu- tekna eða 3,7 milljarða dollara og þar af verði flutt inn frá Banda- ríkjunum jaðartæki fyrir um 600 milljónir dollara. „Minicomputer" og „Micro- computer" Þessi heiti mætti þýða sem smátölvur annars vegar og örtölv- ur hins vegar. Hvorugt á þó nokk- uð skylt með vasatölvum. Smá- tölvur, (minicomþuters) eru þær kallaðar, sem á undanförnum ár- um hafa verið keyptar af íslerizkum FERÐAMENN! Verið velkomin til ísafjarðar GÓÐ SKÍÐAAÐSTAÐA SUNDHÖLL Samgöngumiðstöð Vestfjarða 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.