Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 45
Tveggja hæða strætisvagn mun
bruna um götur Reykjavíkur
meðan sýningin í Laugardalshöll-
inni stendur yfir, þ.e. dagana frá
24. ágúst til 9. september. Þessi
strætisvagn frá London Transport
hefur þjónað dyggilega í Lund-
únaborg, en var fenginn hingað til
að vera eins konar tákn sýningar-
innar, rétt eins og stærsti stóll ver-
aldar á heimilissýningunni 1977.
Hingað kominn kostaði vagninn
hátt í sex milljónir króna.
Á 6000 fermetra sýningarsvæði
verður ýmislegt nýstárlegt til sýnis
að venju. Líklega mun Daihatsu--
rafmagnsbíllinn vekja athygli á
tímum orkukreppu og bensínok-
urs. Þá fer vart hjá því að 900
hestafla díselvélin sem verður í
gangi alla sýningardagana vekji
athygli gesta. Þá verður þarna
sýnd hin nýtizku ,,húsmóðir",
heimilistölva, sem sögð er geta
stjórnað flestöllu eöa öllu á heim-
ilinu, nema e.t.v. óþægum krökk-
um. Eða þá pottar, sem hvorki
þurfa vatn eða feiti til suðu og
steikingar.
Á sýningarpalli verður eitthvað
um að vera öll kvöld og tízkusýn-
ingar verða 2—3 á degi hverjum,
útfærðar í diskóstíl með tilheyr-
andi Ijósagangi og tónlist. Fjöl-
margir kunnustu skemmtikraftar
landsins koma þarna fram, Bruna-
liðið, Sigfús Halldórsson og Guð-
mundur Guðjónsson, HLH-flokk-
urinn, Spilverk þjóðanna, Brimkló
og Björgvin Halldórsson, Magnús
og Jóhann og Haraldur og skrípl-
arnir. Þá mun Þjóðleikhúsið setja
upp og sýna daglega nýtt íslenzkt
leikrit, Flugleik. Það verður sýnt í
kúlutjaldi, sem komið hefur verið
upp austan hallarinnar.
„Þetta kostar vart undir einum
milljarði", sagði Halldór Guð-
mundsson, einn forstöðumanna
sýningarinnar, þegar FV ræddi við
hann um verðmæti þess, sem sýnt
er á sýningunni. ,,Það er fljótt að
hlaupa á milljónatugum, þegar
sýndar eru tölvusamstæður, afl-
vélar og loðnunætur".
Brezkl strætlsvagninn hefur vakið óskipta athygli borgarbúa. Hann er einkenni alþjóðlegu
vörusýningarinnar 1979.
„Þetta er orðið atriði í bæjarlífinu,,
Það var skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina að
þeir félagar Haukur Björnsson og ísleifur Högnason
hófu að halda vörusýningar i Reykjavík.
„Þetta var nú ósköp smátt í sniðum til að byrja
með", sagði Haukur Björnsson í viðtali við FV. „Við
vorum með bókasýningu fyrst og heimilistækjasýn-
ingu. Þetta var í Hótel Heklu sem var við Lækjartorg.
Síðar sýndum við vélar og svo íþróttavörur ýmiss-
konar í Listamannaskálanum, sem stóð við vestur-
enda Alþingishússins".
Það var eftir stríðið að sýningarnar tóku á sig aðra
og stærri mynd. „Sýningin í Miðbæjarbarnaskólanum
árið 1955 var gríðarlega stór miðað viö fyrri sýningar
okkar. Við létum byggja yfir barnaskólaportið, og
höfðum að auki í Listamannaskálanum rússneska
sýningu og í Góðtemplarahúsinu tékkneska sýn-
ingu", sagði Haukur Björnsson.
Hann kvað áhuga þjóðanna í Austur-Evrópu þá
hafa verið mikinn fyrir vióskiptum við íslendinga.
Hefðu Tékkar og Sovétmenn einkum verið áhuga-
samir um að setja upp sýningar til að kynna almenn-
ingi framleiðsluvörur sínar. Árið 1957 var enn haldin
sýning á framleiðsluvörum þessara þjóða og þá
bættust Rúmenar við með stóra ddild. Sú sýning var
sett upp á skólaióð Austurbæjarbarnaskólans og var
enn stærri en sýningin tveim árum fyrr.
Síðan hafa sýningarnar verið að stækka í sífellu og
eru raunar margfaldar á við það sem áður var. Stóra
stökkið var þegar farið var að sýna i Laugardalshöll-
inni. „Þetta eru ungir og kraftmiklir menn sem stjórna
sýningunum núna", sagði Haukur.
Haukur sagði ennfremur að sér hefði alltaf fundizt
að vörusýninigar hér á landi væru skemmtilegri en
stóru sýningarnar ytra. Þar væri aðeins stílað upp á
að fá kaupsýslumenn inn á sýningarnar, en ekki al-
menning. Hér væri þessu öfugt fariö. „Þetta er orðið
atriði í bæjarlífinu hér“, sagði Haukur.
-segir Haukur Björnsson,
annar frumkvöðla að vörusýningum Kaupstefnunnar hér á landi