Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 45
Tveggja hæða strætisvagn mun bruna um götur Reykjavíkur meðan sýningin í Laugardalshöll- inni stendur yfir, þ.e. dagana frá 24. ágúst til 9. september. Þessi strætisvagn frá London Transport hefur þjónað dyggilega í Lund- únaborg, en var fenginn hingað til að vera eins konar tákn sýningar- innar, rétt eins og stærsti stóll ver- aldar á heimilissýningunni 1977. Hingað kominn kostaði vagninn hátt í sex milljónir króna. Á 6000 fermetra sýningarsvæði verður ýmislegt nýstárlegt til sýnis að venju. Líklega mun Daihatsu-- rafmagnsbíllinn vekja athygli á tímum orkukreppu og bensínok- urs. Þá fer vart hjá því að 900 hestafla díselvélin sem verður í gangi alla sýningardagana vekji athygli gesta. Þá verður þarna sýnd hin nýtizku ,,húsmóðir", heimilistölva, sem sögð er geta stjórnað flestöllu eöa öllu á heim- ilinu, nema e.t.v. óþægum krökk- um. Eða þá pottar, sem hvorki þurfa vatn eða feiti til suðu og steikingar. Á sýningarpalli verður eitthvað um að vera öll kvöld og tízkusýn- ingar verða 2—3 á degi hverjum, útfærðar í diskóstíl með tilheyr- andi Ijósagangi og tónlist. Fjöl- margir kunnustu skemmtikraftar landsins koma þarna fram, Bruna- liðið, Sigfús Halldórsson og Guð- mundur Guðjónsson, HLH-flokk- urinn, Spilverk þjóðanna, Brimkló og Björgvin Halldórsson, Magnús og Jóhann og Haraldur og skrípl- arnir. Þá mun Þjóðleikhúsið setja upp og sýna daglega nýtt íslenzkt leikrit, Flugleik. Það verður sýnt í kúlutjaldi, sem komið hefur verið upp austan hallarinnar. „Þetta kostar vart undir einum milljarði", sagði Halldór Guð- mundsson, einn forstöðumanna sýningarinnar, þegar FV ræddi við hann um verðmæti þess, sem sýnt er á sýningunni. ,,Það er fljótt að hlaupa á milljónatugum, þegar sýndar eru tölvusamstæður, afl- vélar og loðnunætur". Brezkl strætlsvagninn hefur vakið óskipta athygli borgarbúa. Hann er einkenni alþjóðlegu vörusýningarinnar 1979. „Þetta er orðið atriði í bæjarlífinu,, Það var skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina að þeir félagar Haukur Björnsson og ísleifur Högnason hófu að halda vörusýningar i Reykjavík. „Þetta var nú ósköp smátt í sniðum til að byrja með", sagði Haukur Björnsson í viðtali við FV. „Við vorum með bókasýningu fyrst og heimilistækjasýn- ingu. Þetta var í Hótel Heklu sem var við Lækjartorg. Síðar sýndum við vélar og svo íþróttavörur ýmiss- konar í Listamannaskálanum, sem stóð við vestur- enda Alþingishússins". Það var eftir stríðið að sýningarnar tóku á sig aðra og stærri mynd. „Sýningin í Miðbæjarbarnaskólanum árið 1955 var gríðarlega stór miðað viö fyrri sýningar okkar. Við létum byggja yfir barnaskólaportið, og höfðum að auki í Listamannaskálanum rússneska sýningu og í Góðtemplarahúsinu tékkneska sýn- ingu", sagði Haukur Björnsson. Hann kvað áhuga þjóðanna í Austur-Evrópu þá hafa verið mikinn fyrir vióskiptum við íslendinga. Hefðu Tékkar og Sovétmenn einkum verið áhuga- samir um að setja upp sýningar til að kynna almenn- ingi framleiðsluvörur sínar. Árið 1957 var enn haldin sýning á framleiðsluvörum þessara þjóða og þá bættust Rúmenar við með stóra ddild. Sú sýning var sett upp á skólaióð Austurbæjarbarnaskólans og var enn stærri en sýningin tveim árum fyrr. Síðan hafa sýningarnar verið að stækka í sífellu og eru raunar margfaldar á við það sem áður var. Stóra stökkið var þegar farið var að sýna i Laugardalshöll- inni. „Þetta eru ungir og kraftmiklir menn sem stjórna sýningunum núna", sagði Haukur. Haukur sagði ennfremur að sér hefði alltaf fundizt að vörusýninigar hér á landi væru skemmtilegri en stóru sýningarnar ytra. Þar væri aðeins stílað upp á að fá kaupsýslumenn inn á sýningarnar, en ekki al- menning. Hér væri þessu öfugt fariö. „Þetta er orðið atriði í bæjarlífinu hér“, sagði Haukur. -segir Haukur Björnsson, annar frumkvöðla að vörusýningum Kaupstefnunnar hér á landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.