Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 47

Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 47
Um þessar mundir eru liðin 60 ár frá því að fyrirtækið Kristján Siggeirsson hf. tók til starfa. A< þessu tilefni hefur verið komið upp sýningu á gömlum húsgögnum í verzlun fyrirtækisins á Laugavegi 13, en framan af stundaði fyrirtækið innflutning á erlendum húsgögnum og hóf síðan eigin framleiðslu, sem með árunum hefur vaxið að mun. Á þessum merku tímamótum í sögu fyrirtækisins ræddi Frjáls verzlun við Hjalta Geir Kristjánsson, framkvæmdastjóra, son stofnandans, Kristjáns Siggeirssonar. Hjalti Geir er 53 ára gamall. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskóla Islands árið 1944 og hóf þá nám í húsgagnasmíði. Sveinsprófi í þeirri iðn lauk' hann 1948 eftir að hafa smíðað skrifborð sem sveinsstykki. Þá lá leiðin til Sviss, þar sem Hjalti Geir lagði stund á húsgagnateiknun til ársins 1951. Síðar var hann við framhaldsnám í Svíþjóð og Bandaríkjunum, en hóf samfelld störf hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. árið 1952. Hjalti Geir hefur teiknað mörg þeirra húsgagna, sem á boðstólum hafa verið hjá Kristjáni Siggeirssyni, m.a. stólinn á forsíðumynd þessa blaðs. Hjalti Geir tekur virkan þátt í félags- störfum iðnrekenda og er nú formaður Verzlunarráðs Islands. vissu árabili rekin málaravinnustofa, þar sem hús- gögn voru máluð. — Hverjir urðu síðan merkustu áfangar í sögu fyrirtækisins, er fram liðu stundir? — Hjalti Geir: Ef litið er til ba.ka til fyrstu áratuga starfseminnar sést, að Kristján kaupir húseignina að Laugavegi 13 árið 1922 og byggir steinsteypt hús þar við árið 1928. Þróunin hefur orðið sú, að á hverjum áratug eftir það og fram á þennan dag hafa meiri háttar framkvæmdir og endurbætur átt sér stað. Árið 1963 var brotið blað í húsgagnaframleiðslu fyrirtæk- isins, þegar fengnir voru sænskir tæknimenn til að gera skipulag að nýrri verksmiðju, sem hafinn var rekstur í árið eftir. Stökkið var allstórt, við fluttum af Nýtt verkstæði í Lágmúla 7 olli þátta- skilum árlð 1963. 47

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.