Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 49

Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 49
óraunhæf langtímum saman. Þessir tveir þættir hafa t.d. útilokað að innlendir framleiðendur hösluðu sér völl í útflutningi. EFTA—aðildin hefur hins vegar haft mikil áhrif í húsgagnaiðnaöinum. Hún hefur hvatt til hagræðingar og endurskipulagningar á framleiðslunni. Sérhæfing framleióenda hefur aukizt og vélakostur batnað. Framleiðslan hefur þannig orðið ódýrari og afköstin meiri, þótt við eigum enn nokkuð í land að ná þeim afköstum sem tíðkast erlendis. — Hvað er til bragðs að taka, ef koma á í veg fyrir að íslenzk húsgagnagerð verði fyrir meiri háttar áföllum? — Hjalti Geir: Markaðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu hefur að vísu lækkað nokkuð eins og við mátti búast. Hún er samt mjög há eða milli 85% og 90%, sem verður aó teljast mjög gott. Á síðasta ári jókst innflutningur húsgagna verulega en ég hef ekki trú á því að sú hreyfing haldi áfram. Það sem af er þessu ári er ekki um aukningu að ræða. Hér hefur 35% innborgunarskyldan ekki hjálpað til. Sú aðgerð er engin lausn á okkar vanda, sem er óhag- Nýstárleg húsgögn, erlend og innlend eru jafnaðarlega á boðstólum í verzlun fyrirtækisins. stæðari starfsskilyrði en okkar keppinautar njóta er- lendis. Mín skoðun er sú, að fyrirtæki okkar í húsgagna- iðnaði verði að ná því marki, að helmingur fram- leiðslunnar sé fluttur út eins og ég hef áður vikið að. Við það mark næst æskilegast samhengi fram- leiðslukostnaðar og afkasta. Það markmið næst hins vegar ekki, nema við stöðvum verðbólguna, höldum gengisskráningunni raunhæfri miðað við iónrekstur, auðveldum atvinnulífinu fjármögnun sinnar starfsemi og förum að skattleggja fyrirtækin af hófsemi og skynsemi. — Hafa innlendir húsgagnaframleiðendur skipu- lagt framleiðslu sína þannig að þeir stæðu ekki í samkeppni innbyrðis? Er það ekki nauðsynleg byrj- un? — Hjalti Geir: Á okkar íslenzka markaði með litinn sem engan útflutning, hefur þróunin því miður orðið sú, að þær verksmiðjur, sem fariö hafa óruddar brautir í hönnunarmálum og náð árangri hafa orðið að berjast annars vegar við vaxandi samkeppni inn- lendra aðila og hins vegar við innflutning húsgagna. Æskilegt væri, að um samvinnu framleiðenda væri að ræða, þannig að þeir stæðu sterkar að vígi gagnvart innflutningi, með góða hönnun í fyrirrúmi, sem er einn þýðingarmesti þáttur framleiðslunnar í dag og gæti orðið hvati að útflutningi íslenzkra hús- gagna. Því er nauðsynlegt, að framleiðendur, sem hafa áhuga á útflutningi, taki vel og skipulega á þessum málum. Um samstarf verður að vera að ræða, vegna þess að verksmiðju- og rekstrareiningar á ís- landi eru það smáar og markaðsöflun kostnaðarsöm. — Hvernig standa innlendir framleiðendur að vígi varðandi hönnun húsgagna og vöruþróun saman- borið við nágranna okkar á Norðurlöndum til dæmis, sem hafa orðið heimsfrægir fyrir tilþrif á þessu sviði? Hvar getum við helzt skapað okkur sérstöðu með húsgagnaútflutning fyriraugum? — Hjalti Geir: Þýðingarmikill þáttur í húsgagna- framleiðslu og öflun markaða eru hönnunarmálin. Verðlag kemur ekki fyrr en í öðru eða þriðja sæti. Ennfremur er mikilvægt að gera sér grein fyrir óskum markaða og að geta verið fundvís á nýjar hugmyndir, sem markaðurinn þarfnast og aðrir framleiðendur hafa ekki komið auga á. Þýðingarmikið er að geta hannað vöru fyrir inn- lendan markaö, sem er sérstök og á grundvelli inn- lends markaðar unnið markað fyrir sömu vöru er- lendis. Þetta er sú æskilega þróun, sem aðrar þjóðir byggja tilveru sína á í þessum greinum. Danir, sem náð hafa langt í húsgagnaiðnaði, hafa sinnt sínum hönnunarmálum í tugi ára um leið og þeir hafa ræktað sitt handverk og getið sér gott orð fyrir hugkvæmni í hönnun og vöruvöndun, en ekki endilega lágt verð. Vil ég i þessu sambandi benda á, að Danir flytja inn mest allt sitt hráefni, gera úr því verðmæta vöru og byggja sinn útflutning á því. Margir munu vera þeirrar skoðunar hér á landi, að tilgangslaust sé fyrir okkur að hugsa til útflutnings húsgagna, þar sem við séum hráefnislausir. Bezta svarið við slíkum fullyrðingum er að benda á þróun hjá Dönum. — Um hvað spyrja venjulegir íslenzkir neytendur, þegar þeir hugleiða húsgagnakaup — látlausar og ódýrar vörur eða sérkennilega hannaðar, vandaðar og dýrar? — Hjalti Geir: Yfirleitt er smekkur íslenzkra neyt- enda á mjög háu stigi og kröfur þeirra um gæði og útlit miklar. Að sjálfsögðu er notagildi húsgagna það sem miklu skiptir, en góð hönnun og vönduð fram- leiðsla er það, sem viðskiptamenn yfirleitt vilja. — Hvað er í tízku í húsgögnum í dag? Skiptir fólk um húsgögn eftir því hvað tízkan segir í það og það skiptið? — Hjalti Geir: Fyrr á tímum, þegar fólk íhugaði húsgagnakaup, var það gert með því hugarfari, að þau ættu að endast um alla ófyrirsjáanlega framtíð. í dag hefur þetta Preytzt á þann veg, að verð húsgagna hefur lækkaö miöað við tekjur fólks, og þegar hús- gögn fara að slitna — hér á ég einkum við hólstruð húsgögn — orkar það oft tvímælis, hvort borgi sig að gera upp gömul húsgögn eða skipta um og fá sér ný. í 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.