Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 55

Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 55
Fólksfjölgunin víöa margfalt landsmeöallag „Það verður ekki annað sagt en að sjaldan hafi hjólin snúizt jafn hratt hér vestra og einmitt nú“, sagði Jóhann T. Bjarnason, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfjarða, er FV ræddi við hann um byggðaþróunina á Vestfjörðum. Á sama tíma og höfuðborgarsvæðið virðist missa fólk, hefur orðið veruleg fjölgun íbúa á þéttbýlissvæðum Vestfjarða. Árið 1978 fjölgaði um 1,08% á Vestfjörðum meðan fjölgun þjóðarinnar var 0,86%. Á Flateyri fjölgaði um rúmlega sjö af hundraði, Suðureyri 5,2, Hólmavík 4,9 og jafnvel á Bíldudal, sem um árabil var illa á sig kominn atvinnulega séð, fjölgaði um nærri fimm af hundraði á einu ári. Á Isafirði var fólks- fjölgunin 1,5% á árinu. Jóhann kvað einsýnt að augu margra beindust að Vestfjörðum og fleiri vildu reyna þar búsetu en hægt væri að koma við. Húsnæðis- skortur er mikill. Og enda þótt gífurlega mikið sé byggt, mettar það engan veginn eftirspurnina eftir húsnæði. Þá steðja þeir erfiðleikar að húsbyggjendum að erfitt er að fá iðnað- armenn og verktaka til byggingarvinnu vestra. Að vísu eru allmargir slíkir að störfum, flestir frá höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi stöð- um, en þó þyrfti enn fleiri vinnufúsar hendur, ef gera ætti það sem þarf. Vestfirsku kauptúnin og kaupstaðirnir hafa síðustu árin breytt mjög um svip. Það er ekki langt síðan að þar var allt á kafi í ryki og skít. Eftir að farið var að rykbinda götur og ganga endanlega frá þeim með til- heyrandi gangstígum, er útlitið nokkuð annað. Og þetta virðist hafa hvatt íbúana til að ganga frá lóðum sínum. Jóhann gat þess að íbúaaukningin þýddi jafnframt að meira þyrfti að berast af landbúnaðarafurðum til þéttbýlisstaðanna. En það hefur ein- mitt ekki gerzt. Mjólkurskorturinn á svæðinu hefur oft verið mjög bagalegur. Hefur orðið að bæta upp skortinn, einkum á veturna með mjólkurfiutningum í lofti frá Reykjavík, Akureyri og víðar að. 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.