Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 59
„Við erum að vona að bráðlega verði hægt að auglýsa eftir fólki til starfa hér, og að við getum þá hnýtt því aftan í að húsnæði sé í boði“, sagði Hálfdán Kristjáns- son, sveitarstjóri á Súðavík. „Við höfum verið að rétta heldur betur úr kútnum hér síðustu árin eftir að fátt eitt hafði gerzt langtímum saman.“ Á Súðavík var á tímabili talið að fimmtungur íbúanna eða 50—60 manns, byggju í heilsuspillandi húsnæði. í dag búa allir í nýtízku- legum húsum, aðallega einbýlis- húsum. Beðið er eftir húsnæðis- málastjórn með að byggja sex íbúða blokk. Punkturinn yfir i-ið, gatnagerð- in, er næst á dagskrá hjá þeim Súðvíkingum. Er nú unnið að undirbúningi, leggja holræsi og undirbúa undir slitlag. Ný heilsugæzlustöð Þá má nefna það að nýlega tók til starfa heilsugæzlustöð í Súða- vík. Framkvæmd á vegum ríkisins, sem tekið hefur 7 ár. ,,Það þætti illa að staðið, ef sveitarfélagið væri svo seint í svifum", sagði Hálfdán Kristjánsson. Hann kvað menn hafa gagnrýnt það að inn í stööina komast menn ekki í hjólastólum. Þegar stöðin var teiknuð var ekki byrjað að taka slíkt með í reikn- inginn. Hafnargerðin sagði Hálfdán að væri verkefni framtíðarinnar. Nú væri helzt unnið að því að setja innan í viðlegukantinn. Þar legst aflaskipið Bessi að og veitir íbú- unum og aðkomufólki gífurlega atvinnu. ,,Það er sama hvar þeir bleyta i trollinu, þeir fylla stööugt, jafnvel á 2—3 dögum." Yngra fólkið bjargaði miklu yfir sumar- tímann, en útlendingar væru ekki við vinnu í Súðavík. Þeir væru taldir dýrara vinnuafl, þar eð kosta þarf flugfarið fyrir þá. Hinsvegar væri það reynsla margra að þeir væru gott vinnuafl, samvizkusamir og vinnusamir, allavega fyrst í staö, meðan þeir eru ekki búnir að átta sig á ríkjandi kerfi sumra í hópi landverkafólksins. Slæmt ástand vega Súðvíkingar eru hvað afskekkt- astir af þéttbýlisfólki á Vestfjörð- um. Til ísafjarðar er meira en 20 kílómetra tröllavegur, sem þó hef- ur víða verið breikkaður og lag- færður. Lagfæringar vegagerðar- innar hafa reynzt haldlitlar. Síðast hvarf ofaníburðurinn á mánuði. ,,Við erum heppnir að lokast sára- sjaldan inni", sagði Hálfdán. „Leiðin um Steingrimsfjarðarheiði þarf að opnast, en við sjáum ekki að það verði fyrr en í fyrsta lagi 1985, enda þótt það verkefni sé talið þriðja á forgangslistanum. Vegasjóður er víst tómur að venju", sagði hann. Þá sagði Hálfdán að verið væri að opna verbúðir á Langeyri, gamalt hús var þar gert upp í þessu skyni. Þar verður hægt að hýsa 30 manns og nokkra til við- bótar í öðru húsnæði sem verið er að innrétta. Aðkomufólkið ætti að létta talsvert undir með heima- mönnum. Vinnuálagið var orðið slíkt að verkalýðsfélagið bannaði alla sunnudagsvinnu, og raddir voru uppi um að togarinn sigldi utan annan hvern túr. Sparisjóður Súðavíkur Mikil vinna þýðir mikla peninga. Og fyrir fimm árum var fyrsta pen- ingastofnunin opnuð í Súðavík, Sparisjóður Súðavíkur. Þar hefur orðið hvað mest innlánsaukning á öllu landinu. Árið 1977 nam hún 86%, 1978varð hún 125% og íárer hún orðin 100% að sögn Hálfdán- ar, sem sjálfur er sparisjóðsstjóri. Kvaðst hann búast við að innláns- aukning ársins yrði allt að 150%. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.