Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 67

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 67
Skrínan . Skrínan var opnuð í nóv- ember, 1975, og fór það varla fram hjá neinum sem horfði á sjónvarp, á þeim tíma, því að staðurinn aug- lýsti sig upp með skemmti- legum rímnasöng, í sjón- varpsauglýsingum. Skrínan stendur við Skólavörðustíginn, á horni Bergstaðastrætis, og þar starfa 12—15 manns. ,,Við erum með allskonar mat, bæði grillrétti og annan ,,fínni“, ef svo má segja'' sagði Boðvar Pálsson, yfir- matsveinn Skrínunnar. ,,Þá erum við einnig meö rétt dagsins og verðið á honum er svona 3—4000 krónur." Aðspurður um sérstöðu staðarins svaraði Böðvar því til aö erfitt væri að segja til um það nema helst að þeir kappkostuðu aö hafa snögga afgreiðslu. ,,Og þó, það má kannski nefna laxinn sem við höfum á boðstólum nú í sumar." Á Skrínunni eru sæti fyrir 90 manns. ,,Við opnuðum að sjálf- sögðu á 17. júní í sumar". Þetta sagði Jón Helgi Jó- hannesson eigandi mat- staðarins Borgarans við Lækjartorg. Margir kannast við hina frægu McDonalds— staði úti í löndum og má segja að Borgarinn sé með svipuðu sniði. Þarna fást þrjár geröir hamborgara og franskar kartöflur, að sjálf- sögðu, en einnig gos, kaffi og kakó. Jón sagði að stefnt væri að því að selja einnig mjólkurhristing (shake) og ís í framtíðinni. ,,Aðalsmerki okkar er að sjálfsögðu þessi sérhæfing okkar sem fram kemur í því, sem við höfum á boðstólum. Þá afgreiðum við mikið út, þ.e.a.s. við pökkum matnum þannig inn að menn geta tekið hann með sér, t.d. út í bíl eða á vinnustaði. Þar fyrir utan kappkostum við að hafa hraða þjónustu. Svona staður á tvímælalaust rétt á sér; það er enginn vafi á því." Á Borgaranum starfa 8 manns og á stáðnum eru háborð og sæti við þau fyrir 16 manns. ,,Það háir okkur nokkuð að staðurinn er ekki full frá genginn, þannig að hann er ekki kominn í endanlegt form ennþá. En þetta geng- ur annars bara vel." S*- ^000="-. Borgarinn 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.