Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 69

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 69
í febrúarmánuði í vetur tók til starfa nýr matsölu- staður við göngugötuna í miðborginni. Þessi staður ber hið skoska nafn Nessý (skrímslið) og er allt yfir- bragð hans skoskt nema maturinn sem er amerískur. Annar eigandi Nessýar er Jón Hjaltason, Óðalsbóndi, og er við spurðum hann hverju þetta misræmi sætti svaraði hann: ,,Ég tel að innréttingin sé sérmál og maturinn sérmál. Reyndar er matseðillinn breytilegur þannig að það er ekkert víst að við verðum endilega allt- af með „amerískan" mat." Maturinn samanstendur af ,,Vestra" en það er ís- lenska heitið yfir kjúklinga eins og þeir eru framreiddir í suðurríkjum Bandaríkjanna. Margir kannast við fyrirbær- ið Kentucky Fried Chicken en það mun vera það sama og ,,Vestri“. ,,Svo erum við með bestu hamborgara á landinu" bætti Jón galvask- ur við. „Hingað kemur ungt fólk á öllum aldri. Margir fara í bæinn og eru á hraðferð og þeir koma hingað því að hér fá þeir hraða þjónustu." En hver er sérstaða Nessýar? „Staðsetningin, því ef hjarta borgarinnar er ein- hvers staðar, þá er það hér. Einnig er hér mjög hröð þjónusta. Staðurinn er lítill og hér myndast skemmtileg stemmning. Þetta er ekki eitthvað gímald. Þetta er lít- ill, kósí staður sem hefur sál." Nessý rúmar um 50 manns í sæti og til að fá rétta stemmningu hljómar yfirleitt skosk eða írsk tónlist í eyr- um viðskiptavina. Og hvernig gengur rekst- urinn? „Bara vel, það er alltaf gaman aö afgreiða fallega og góða gesti." 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.