Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 72

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 72
Veitingabúð Hótel Loft- leiða, en veitingabúð mun vera hið íslenska heiti yfir ,,Cafeteríu“, var opnuð í núverandi mynd þann 1. maí, 1970. Veitingabúðin er aðallega hugsuð fyrir hótel- gesti en samt er þó nokkuð um að ,,fólk úti í bæ" komi og fái sér í svanginn. Jón Rafn Högnason fræddi okkur ofurlítið um staóinn og sem svar við því hvað staðurinn byði upp á í mat, sagði hann: ,,Það er í fyrsta lagi morgunverður en veitingabúðin opnar kl. 04.30 á sumrum en kl. 05.00 á vetrum. Hann saman stendur af ýmiskonar holl- um og góðum mat. Síðan eru grillréttir og einnig dýr- ari steikur. Fiskréttir ýmis- konar eru og fáanlegir, t.d. silungur og djúpsteiktur skötuselur. Við erum með rétti dagsins; alltaf einn kjötrétt og einn fiskrétt, bæði í hádeginu og á kvöld- in. En annars leggjum við mesta áherslu á hádegis- verðinn." Eins og við tókum fram áðan er staðurinn að mestu ætlaður hótelgestum og því er mikið um útlendinga en einnig er töluvert um inn- fædda. Salurinn tekur um 100 manns í sæti. 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.