Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 75

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 75
Hótel Borg Nb aOQC*.. — Hótel Borg er einn viröu- legasti matstaður í höfuö- borginni. Borgin var opnuð áriö 1930 í tilefni af Alþing- ishátíöinni og allt frá þeim tíma hefur hún veriö einn vinsælasti mat- og skemmtistaðurinn í Reykja- vík. Aðalsmerki Borgarinnar í sambandi viö mat er hiö svokallaða hraðborð sem er uppi í hádeginu. Hraöboröiö samanstendur af ótal rétt- um; síldarréttum, salötum, skinku, ávöxtum, brauði, ostabakka, „deserum", og fleiru og fleiru. Þá er alltaf heitur kjötréttur. í gamla daga gengu svona mini- köld borö undir nafninu cabaret-borö og munu margir af eldri kynslóöunum kannast viö það. Veröiö fyrir máltíðina er 4900 krónur og fyrir þann pening má boröa að vild. Fyrir utan hraöboröiö liggja frammi matseölar með mörgum sérréttum, bæöi í hádeginu og eins á kvöldin, og einnig er vín fá- anlegt meö. ,,Það er mikiö um aö mönnum sé boðið í mat hingaö, t.d. mikiö um kaup- sýslumenn," sagöi Skúli Jó- hannesson, framreiðslu- maöur. ,,Þá er kaffiö okkar oröiö mjög vinsælt af mörg- um. Einnig má geta þess aö um helgar er mjög mikil aö- sókn, bæöi í mat og á ball." Sigurður Gíslason, for- stjóri, kvaö staðsetninguna vera mesta sérstööuna: ,,Hún getur nú ekki verið betri, er þaö?" Matsalurinn á Borginni tekur 150 manns'en mögu- legt er aö taka viö allt aö 350 manna hópum. Nú starfa 35 manns í mat- sal og eldhúsi en í allt munu vinna 60 manns á Hótel Borg. „Þetta gengur svona af gömlum vana" sagði Sig- urður aö lokum er viö innt- um hann eftir því hvernig gengi. 75

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.