Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 15

Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 15
er könnun Frjálsrar verslunar aðeins lauslega gerð og eflaust má deila um flokkun örfárra þing- manna. Frávik, ef einhver eru, breyta þó litlu um niðurstöðurnar, þær eru það greinilegar. Síðan veltur það á mati manna hvaða ályktun þeir draga af könnuninni. Er það til dæmis eðlilegt að svo margir þingmenn komi af ríkisjöt- unni inn á þing? Er það jöfn skipt- ing að fjölmiðlamenn skuli vera fimm á þingi en verkalýðsleiðtogar aðeins þrír? Einnig má spyrja hvernig standi á því, að hvorki fleiri né færri en 12 þingmenn komi úr kennarastéttinni? Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn hefur einna jafnasta dreifingu milli atvinnu- greina, nema að úr bændastétt situr enginn Alþýðuflokksmaður á þingi og í einkarekstrinum kemur enginn úr stjórnun. Aftur á móti er einn þingmannanna, Kjartan Jó- hannsson, með eigin rekstur. Jó- hanna Sigurðardóttir er í könnunni skráð sem launþegi úr einka- rekstri. Framsóknarflokkurinn Flokkurinn kemur nokkuð vel út úr könnuninni, og sýnir nokkra breidd nema hvað enginn þing- manna flokksins kemur úr fjöl- miðlun og verkalýðsrekstri. Úr bændastétt koma fjórir þingmenn en einn til viðbótar, Þórarinn Sigurjónsson, kemur úr stjórnun innan þessa geira, en hann stjórnar tilraunabúinu að Laugar- dælum. Tveir þingmanna þessa flokks hafa rekið eigin fyrirtæki, þeir Guðmundur G. Þórarinsson, sem rekur verkfræöistofu og Ingv- ar Gíslason, sem rak eigin lög- fræðistofu. Sjálfstæðisflokkurinn Skipting þingmanna flokksins er mjög jöfn, nema hvað enginn þingmaður hans kemur úr fjöl- miðlastéttunum. Fjölmennastir eru þeir, sem koma úr einkareksturs- geiranum, þar af eru tveir, sem rekið hafa eigið fyrirtæki, Albert Guðmundsson, rekur innflutn- ingsfyrirtæki og Eyjólfur Konráð Jónsson, rekur lögfræðiskrifstofu. Alþýðubandalagið Ef segja má að einhver flokkur komi verr út úr könnuninni en annar, þá má segja að sá flokkur sé Alþýðubandalagið. Það vekur athygli að átta af ellefu þingmönn- um flokksins koma úr kerfisvinn- unni og af þeim starfa, eða störf- uðu fimm sem kennarar! Þeir þrír sem eftir eru koma úr fjölmiðla- geiranum, Svavar Gestsson, fyrr- verandi ritstjóri og Stefán Jóns- son, fyrrverandi dagskrárgerðar- maður útvarps, og úr verkalýðs- hreyfingunni, Guðmundur J. Guð- mundsson. * Skipting alþingismanna í starfsstéttir Opinber þjónusta Einkarekstur Land- búnaður Fjölmiðlun Verka- lýðs- rekstur Alls Stl. K. A Stj. Ei.r. Lþ. A B Stj. A Úv. Sv. Bl. A A Alþýðu- flokkur 2 2 = 4 0 1 1 = 2 0 0 = 0 1 1 1 = 3 1 = 1 : = = 10 Fram- sóknar flokkur 4 3 = 7 3 2 0 = 5 4 1 = 5 0 0 0 = 0 0 = 0 : = = 17 Sjálf- stæðis- flokkur 6 2 = 8 7 2 0 = 9 4 0 = 4 0 0 0 = 0 1 =1 : = = 22 Alþýðu- banda- lag 3 5 = 8 0 0 0 = 0 0 0 = 0 1 0 1 = 2 1 = 1 := =11 Alls 15 12 = 27 10 5 1 = 16 8 1 = 9 2 1 2 = 5 3 = 3 : = = 60 Stl. = Stjórnandi Lþ. = Launþegi Sv. = Sjónvarp K = Kennari B = Bóndi Bl. = Blöð El.r. = Eiglnn rekstur Úv. = Útvarp V —————— i ——^ 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.