Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 26

Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 26
TOLVU sýning á fyrirlestrar Tólf aðilar tóku þátt í sýningu á tölvum, sem fram fór nýlega í tengslum við tölvukynningu Fé- lags ísl. stórkaupmanna og voru það fimm fulltrúar erlendra tölvu- framleiðenda og sjö innlendir þjónustuaðilar. Tölvukynning þessi fór fram í Kristalssal Hótel Loftleiða í nóvemberlok og vakti talsverða athygli. Kynningin var þannig skipulögð, að hver þátttakandi hafði ákveðið sýningarsvæði og gátu fulltrúar tölvuframleiðenda kynnt tæki sín þar. Aðeins þrír aðilar höfðu þó tæki á staðnum en aðrir kynntu sína framleiðslu með bæklingum og upplýsingamiólun. Þjónustu- aðilar, sem vinna verkefni i ýms- um tölvutegundum gerðu þarna grein fyrir starfsemi sinni og er þar um aö ræða stærstu aðila á því sviði hérlendis. Kynntu þeir m.a. bókhaldsverkefni, viðskipta- mannaskrár, launaútreikninga og fleiri svið þjónustu, sem þeir láta í té. Fulltrúar tölvuframleiðendanna lögðu mesta áherzlu á minni gerðir af tölvum, sem henta hérlendum kaupendum betur en aðrar stærri. Fyrirlestur um tölvutækni Á meðan á sýningunni og kynn- ingu stóö voru fluttir fyrirlestrar. Fyrst kynnti Páll Bragi Kristjóns- son frá IBM tölvutæknina almennt og þá hvernig hægt er að safna saman og mynda fjölda skipana í forritum fyrir tölvurnar að vinna eftir. Hann fjallaði m.a. um mis- muninn á hugbúnaði og vélbún- aði, minntist á inntaks- og úttaks- tæki auk vinnslustöðvarinnar. Lýsti hann síðan ýmsum tækjum, sem geta verið bæði inntaks- og úttakstæki, þar á meðal skráning- artækjum, geymslutækjum og prenturum. Skráning upplýsinga Forstöðumaður og deildarstjóri tölvudeildar Flugleiða, Jakob Sig- urösson, flutti erindi um gagna- skráningu. Minntist hann á Sýningarsvæði Rekstrartækni á tölvukynningunnl.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.