Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 27

Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 27
KYNNING tækjakosti og um notkun hans gagnaskráningu almennt og lagði mikla áherzlu á að skráning færi fram sem næst uppruna upplýs- inganna, þannig að hægt væri að útiloka villur strax. Hjá Flugleiðum eru skráningartæki á þeim stöð- um, þar sem upplýsingarnar verða til, m.a. í bókhaldi og farskrárdeild, svo að eitthvað sé nefnt. Jakob minntist á ákveöna skráningarað- ferð, sem sennilega er hvergi notuð annars staðar á íslandi en hjá Flugleiðum og er hún kölluð ,,key-to-dish“. Hún er fólgin í því, að upplýsingarnar eru skráðar beint inn á seguldisk frá þeim stað, þar sem þær verða til í fyrirtækinu. Flýtir þessi aðferð nokkuö fyrir upplýsingaöfluninni og hefur gef- izt mjög vel hjá Flugleiðum. Bókhaldslykill F.Í.S. Örn Guðmundsson, skrifstofu- stjóri Félags ísl. stórkaupmanna hélt fyrirlestur um bókhald í tölvu. Fjallaði hann í upphafi um þróun tölvunnar og þau verkefni, sem m.a. eru unnin í tölvu án þess að almenningur verði mikið var við það, t.d. rafmagnsreikningar, færslur bankareikninga, símreikn- ingar og fleira. Lýsti Örn mismun- andi aðferðum við færslu bók- halds í tölvur en það fer yfirleitt eftir bókhaldsverkefnunum hvern- ig þau eru útbúin. Þau geta verið eins mörg og þeir eru margir, sem skipuleggja þau. Síöan eru þau unnin á mismunandi hátt eftir því hvort um er að ræða smáa tölvu eða stóra og hraðvirka. Örn lýsti síðan skráningu og hvernig bezt væri að koma í veg fyrir skráning- arvillur. í lok erindis síns skýrði Örn bókhaldslykil, sem Félag ísl. stór- kaupmanna hefur komið á og not- ar en hann gefur möguleika á samanburði milli fyrirtækja, milli tímabila, milli ára og m.a. gefur hann nákvæmari yfirlit yfir stöðu verzlunarinnar í landinu en áður hafa tíðkazt. Birgðaskráning í tölvu Síðasti fyrirlesturinn á þessari kynningu fjallaði um birgðaskrán- ingu í tölvu og var Halldór Frið- geirsson, rekstrarverkfræðingur, fyrirlesari um það efni. Hann hefur unnið við að þróa slíkt verkefni sl. tvö ár og lýsti niðurstöðum. Hann skýrði frá því m.a. hvernig unnt væri að minnka birgðamagnið, og þá um leið það fjármagn sem lægi í birgðum, án þess að draga úr þjónustu. Halldór fór yfirferð yfir pantanakerfi, minntist á lágmarks- birgðir og hvaða aðferð væri not- uð til þess að finna út lágmarks- birgöir. Lýsti hann ennfremur hefðbundnum lagerformúlum, sem notaðar eru um allan heim. Halldór ræddi því næst um endur- pöntunarkerfi og þærtillögur, sem tölvan veitti um pantanir, hvernig fylgzt væri með pöntununum og loks hvaða vörur væru ótaldar og hvenær þær voru síöast taldar á lager. Einnig gat hann um helztu lista og niðurstöður, sem koma út úr verkefninu. Að kvöldi þessa kynningardags var opið hús hjá stórkaupmönnum og var Jón Þór Þórhallsson, for- stjóri Skýrsluvéla ríkisins, gestur þar. Flutti hann erindi um tölvu- þróun á íslandi. STOFNANIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ISLANDS er allsherjarfélagsskapur kaup- sýslumanna og fyrirtækja. Til- gangur þess er að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efna- hagslifsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavik. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, simi 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavfkur. 0 KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umbo&ssala. FÉIAG ISLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARCðTV 14 — RKYKJAVfK — SlMI IMJO. 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.