Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 30
adutan
Þróun flugvélaframleiðslu i Evrópu:
Tveir sölumenn frá Airbus biöu í
biðstofu stjórnar Lufthansa í Köln.
Þeir höföu lagt öll sín rök á borðið
og biðu nú eftir því að stjórn Luft-
hansa tæki ákvörðun um hvort fé-
lagið keypti flugvélar af gerðinni
Airbus eða Boeing. Það mátti
heyra saumnál falla í salnum þegar
forstjóri Lufthansa stóð upp og til-
kynnti að félagið hygðist kaupa
fleiri flugvélar en upphaflega var
ráðgert. Forstjórinn, Herbert Cul-
man tilkynnti að stjórnin hefði
ákveðið að kaupa 25 Airbus vélar í
stað þeirra 10 sem áður hafði verið
rætt um og ennfremur leggja inn
pöntun á öðrum 25 til viðbótar.
þá verið framleiddar samtals 16
flugvélar af þeirri gerð.
Það má segja að byrjað hafi að
losna um hjá Airbus á árinu 1978,
en þá tókust samningar á milli
fyrirtækisins og bandaríska flug-
félagsins Eastern Airways um sölu
spörun sem nemur allt að 30% á
hvern farþegakílómetra, borið
saman við flugvélar af svipaðri
gerð.
,,Við höfum lært okkar lexíu af
hálftómum Júmbó-þotum", segir
Bernard Lathiére forstjóri Airbus
AHRAÐRI „UPPLEIД
,,Við misstum andlitiö", sagði
sölustjóri Airbus Industrie, Russel
Shanahan, ,,okkur var Ijóst að við
buðum góða vöru en pöntun af
þessari stærð var allt annað en við
áttum von á".
Sala á borð við þessa snýst um
stjarnfræðilegar upphæðir eins og
títt er á sviði flugvélakaupa. Þetta
er jafnframt stærsti sölusamningur
sem flugvélaframleiðandi í Evrópu
hefur gert fram til þessa. Árangur
Airbus Industries varð enn meiri
þar sem næstu daga á eftir var
gengið frá samningi við hollenska
flugfélagið KLM um sölu á 10 Air-
bus vélum og pöntun á öðrum 10
til viðbótar. í báðum tilvikum er um
að ræða Airbus A-310 fyrir styttri
vegalengdir.
Einungis Boeing selur meira
Velgengni Airbus gat ekki komið
á betri tíma. Evrópskur flugvéla-
iðnaður hefur ekki átt sjö dagana
sæla. Concord vélin hefur ekki
reynst sú lyftistöng sem upphaf-
lega var ráð fyrir gert, nú um
þessar mundir eru síðustu vélarn-
ar af gerðinni Concord að fara frá
verksmiðjunum í Toulouse og hafa
á Airbus fyrir um 900 milljónir
dollara. I árslok 1979 var talið að
Airbus heföi um 40% sölunnar á
meðalstórum farþegavélum, —
aðeins Boeing hefur betri mark-
aðsstöðu enn sem komið er.
Upphaflega gerðin af Airbus,
A-300, líkaði svo vel að ákveðið var
að bjóða styttri gerð af henni jafn-
framt en það er A-310 sem byrjað
verður að afhenda flugfélögum á
árinu 1983. Þessar flugvélar eru
framleiddar af fyrirtækjasam-
steypu sem starfar í 5 löndum
Evrópu. Ein skýringin á því hvers-
vegna svo vel hefur tekist til um
sölu á Airbus er sá tíðarandi í
Evrópu sem beinist að því að nota
eingöngu evrópskar vörur en fyrir
því hefur verið rekinn mikill áróð-
ur, ekki minnst á vegum Efna-
hagsbandalagsins. Þrátt fyrir það
er reksturshagkvæmni flugvélar-
innar sá þáttur sem þyngst vegur,
vísindalega hannað eldsneytis-
kerfi Airbus hefur sannað gildi sitt
svo um munar. Airbus er knúin
tveimur mótorum og vænglag vél-
arinnar er sérstaklega hagkvæmt
með tilliti loftviðnáms, en það, m.ö.
hefur gert kleift að ná eldsneytis-
L
30