Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 33

Frjáls verslun - 01.01.1980, Síða 33
Rússneskar sjónhverfingar: Kommúnístískt hagkerfi er ekki í vandræöum meö veröbóiguna! Opinberlega er litið á verðbólgu austantjalds sem þátt af hinu illa engu síður en sjálfan erkióvininn kapitalismann. En í hinu kommúnistíska hagkerfi er verðbólgudraugurinn engu að síður á ferðinni, vandamálið er til staðar en aðferðir kommúnista í baráttunni gegn verðbólgunni eru hreinar sjónhverfingar. Formaður rússnesku verðlags- nefndarinnar,- Nikolai Glushkov hefur látið hafa eftir sér í blöðum á Vesturlöndum, aö aldrei hafi verið um verðbólgu að ræða í Sovétríkj- unum, ef frá eru talin stríðsárin, verðbólga sé einfaldlega óþekkt fyrirbrigði í alræðisþjóðfélagi öreiganna. Sérfræðingar utan Sovétríkj- anna skellihlæja að slíkum yfir- lýsingum. Þeir hafa sýnt fram á að verðbólgan er eitt af vandamálum efnahagslífsins í Rússlandi engu síður en í flestum vestrænum iðn- ríkjum. Síðan 1977 hafa verðlagshækk- anir í Sovétríkjunum orðið í 4 stór- um stökkum og náö til allflestra vörutegunda, frá bókum, rúöu- gleri, gasolíu og flugfargjöldum niður í súkkulaði og títuprjóna. Nú síðast í júlí 1979 voru bílar hækk- aðir um 18%, gólfteppi og matur á gistihúsum um 50%. [ Tékkó- slóvakíu hækkuðu um leið barna- föt, eldsneyti, burðargjöld og húsaleiga og í Ungverjalandi hækkaði sykur, hveiti, brauð og ýmsar tegundir kjöts um 50%. Hin fræga ungverska paprika hækkaði um 28%. Sjónhverfingameistarar — efna- hagsstjórn Það getur verið erfiðleikum háö að reikna nákvæmlega út verð- bólgustigið í ríkjum kommúnista. Jafnvel þótt sum ríkjanna viður- kenni að væg einkenni verðbólgu séu finnanleg eru hin fleiri sem moka ríkisfé inn í ákveðnar rásir til þess að halda nióri verði á ákveðnum nauðsynjum. Þannig munu Sovétríkin hafa varið um 31 miljarði dollara á árinu 1979 til þess eins að halda niðri verði á matvöru, 7,5 miljöröum dollara til að halda niðri verði á heimilisraf- orku og húsaleigu. Verðhækkanir koma í bylgjum hver á fætur annarri. í Moskva, svo dæmi sé tekiö, hefur það verið al- gengt með nokkurra mánaða millibili að verslanir tæmist alger- lega. Þá er verið að hreinsa út vörur fyrir næstu hækkun, enda eru biðraðir orðnar að helsta tákni kommúnismans hjá skopteiknur- um á Vesturlöndum. Verðbólgan lýsir sér yfirleitt á þann hátt að ákveðin vara sem t.d. kostar 10 þúsund krónur hverfur skyndilega af markaðinum en birt- ist síðan aftur með nýju heiti eða nýjum lit og kostar þá 15 þúsund krónur. Þá er það mjög vinsæl aöferð hjá sjónhverfingameisturunum eystra að hafa á boðstólum vörur í tveimur verðflokkum eftir gæðum, t.d. húsgögn en þótt þær eigi að vera opinberlega á boðstólunum er ódýrari gerðin yfirleitt ófáanleg. Þótt matvara sé yfirleitt ódýr í Austantjaldslöndunum þá er yfir- leitt aldrei nægilegt framboð af þeim vörum sem njóta teljandi vinsælda, þessvegna eru biðraðir daglegt brauð kommúnista. í Moskva eru þvottaefni ófáanleg og kjötvörur einungis meö höppum og glöppum. í Varsjá í Póllandi fæst varla brauðhleifur af annarri 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.