Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 37

Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 37
Því meiri upplýsingum sem hellt er yfir fólk — því erfiðara verður að draga réttar ályktanir. David Magnusson er prófessor í sálarfræði við Stokkhólmshá- skólann. Hann hefur fetað í fót- spor stjórnunarfræðinga á borð við Parkinson, Meadow og Lawrence Peter. Sem kunnugt er hafa þeir snillingar orðið frægir fyrir bækur sínar á sviði stjórn- ið kæmist ekki í höfn. Að minnsta kosti er hættan á því að þetta ger- ist veruleg, — hversvegna? Rannsóknahóþur undir stjórn Davids Magnusson gerði nokkrar verklegar tilraunir í þessu sam- hengi. Hóþi lækna voru gefnar upþlýsingar í 10 liðum um ástand sjúklings, sem þurfti á blóðgjöf að halda. Læknarnir áttu að ákveða á grundvelli uþþlýsinganna það hann var álitinn, hvaða veikir punktar væru þekktir og á hvaða sviði stúdentinn væri hæfastur. Árangur þessarar tilraunar varð sá að í Ijós kom að hefðu sálfræð- ingarnir einungis uþþlýsingar um tvö atriði varðandi stúdentinn þá fóru þeir nær um hvaða árangri hann næði í námi. Þegar upplýs- ingafjöldinn var orðinn 4 urðu áætlanir sálfræðinganna enn ná- ÞVI ERFIÐARA VERÐUR AÐ DRAGA RÉTTAR ÁLYKTANIR unarfræða, Parkinsonlögmálið, „How to succeed without really trying" og „The Peter principle", hver um sig metsölubók. Á sama tíma og aðrir vísinda- menn rannsaka hugvitsmöguleika mannsins fæst Magnusson við rannsóknir á hugvitsmörkum hans, þ.e. hvað maðurinn getur ekki. Þær niðurstöður sem rann- sóknir hans hafa leitt í Ijós fram að þessu, eru forvitnilegar fyrir marga, uggvænlegar fyrir suma og áhugaverðar fyrir flesta ef ekki alla, sem við stjórnsýslu fást. David Magnusson hefur sýnt fram á þá staðreynd að fólk getur ekki notað sér meira brot af þeim uþplýsing- um, sem dembt er yfir það. Hann sýnir einnig fram á aö hver og einn er haldinn rammri tilhneigingu til þess að varðveita rangar hug- myndir um ólíklegasta efni og að einstaklingurinn á alltaf eitthvert ráö til að gera skynsamleg rök gegn vitleysunni óskaðleg. í veröld sem er að sþringa af uþþlýsingum virðist þaö vera hagnýtt að vita að manneskjan hefur mjög takmark- aða hæfileika til að vinna úr þeim. Nokkur áþreifanleg dæmi Þegar þú leggur mál þitt fram á fundi: Settu fram 3 ástæður sem réttlæta þína tillögu. Þrjár ástæður nægja til þess að mál þitt hlýtur öflugan stuðning. Setjirðu fram 5 góðar og gildar ástæöur þá eru talsverðar líkur á því að málið hljóti einhvern stuðning. Ef ástæðurnar væru 10 talsins, skipulega fram settar, þá yrði litið á þig sem kjaft- ask og næstum því öruggt að mál- blóðmagn sem sjúklingnum væri nauðsynlegt að fá. Þeir áttu enn- fremur að gera grein fyrir þeim rökum sem þeir álitu vega þyngst um magnákvörðunina og í hvaða röð þau væru. Þegar farið var að kanna niður- stöður kom í Ijós að enginn lækn- anna hafði tekið tillit til allra 10 lið- anna. í mesta lagi höföu 5 liðir verið hafðir til hliösjónar, í flestum tilfellum aðeins 3 liðir. í nokkrum tilfellum hafði einn liðurinn nægt. Og hvað leiðir þetta í Ijós? Það virðist vera algild regla að ein- staklingur á örðugt með að vega og meta fleiri en 3 röksemdir í einu þegar hann tekur ákvörðun. Þessu mætti líkja við aö henda á lofti marga bolta samtímis. Það er erfitt fyrir venjulegt fólk að halda 5 bolt- um í gangi samtímis, flestir hefðu fullt í fangi með að halda 3 boltum gangandi. Hvaða lærdóm má af þessu draga? Sem dæmi má taka frá- gang á starfsumsókn. Það er ef til vill þægileg tilfinning að sitja með langa afrekaskrá í höndunum og líta yfir allar „medalíurnar". Það er afturámóti veruleg hætta á því að slík langloka veröi til þess eins að rugla þann í ríminu, sem vegur umsóknina og metur áður en viðtal hefur farið fram. Rannsóknahópurinn gerði fleiri tilraunir. Þeir leituðu til nokkurra sálfræðinga og fengu þeim það verkefni að áætla námsárangur nokkurra stúdenta. Til þess að draga sínar ályktanir fengu sál- fræðingarnir upplýsingar um hvern stúdent, hvaða hæfileika hann hafði sýnt, hve greindur kvæmari og réttari en þegar talan náði 6 fóru áætlanirnar að verða mun ónákvæmari og lengra frá því að standast. Og hvað mætti af þessu læra? Fyrir þann sem hyggst ná árangri í samstarfi við fleira fólk gildir sú regla að rugla ekki aðra í ríminu með því að hella yfir þá upþlýsingum. Þess í stað þarf að vinsa úr þau atriði sem mestu máli skipta og þau ættu aldrei að vera fleiri en 5 talsins, öruggast er að hafa þau ekki fleiri en 3. Með þessu móti er fólki gert kleift að draga ályktanir í fljótu bragði án þess að eiga það á hættu aö þær séu rangar og jafn- vel að það verði hlegið að þeim. Það virðist gilda á þessu sviði að sé of miklum uþþlýsingum hrúgað upp og þær lagðar fyrir sem rök þá hættir fólk að sjá skóginn fyrir trjánum. Um leið er þaö athugunarefni fyrir marga, sem hafa tamið sér ýtrustu nákvæmni og skipulögð störf, að þrautunnar áætlanir haldi fullu gildi sínu. Markmiðió með slíkum vinnubrögðum er eflaust það að tryggja meðstjórnendum sem mestar uþþlýsingar, en í raun nægði einungis brot af þeim og oftar en ekki hefur upplýsinga- magnið þau áhrif að árangur næst ekki. í stað þess að kenna ein- hverju öðru um, væri það vel þess virði að skoða sín eigin vinnu- brögð betur í Ijósi þess sem hér hefur verið fjallað um. Án efa hefur David Magnusson talsvert til síns máls, rannsóknir hans hafa vakið athygli og þær hafa gert gagn. 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.