Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 42
Efnahagsyfirlit sýnir, að eigið fé
fyrirtækjanna hefur lækkað hlut-
fallslega milli áranna 1977 og
1978, úr 39,29% í 34,73%. Vöru-
birgðir hafa heldur aukizt reikn-
ingslega, enda þótt vitað sé að
þær hafa hlutfallslega farið
minnkandi að magni til. Vegna
verðbólgu binda fyrirtæki sífellt
meira fé í vörubirgðum.
Þegar þess er gætt annars veg-
ar að vörubirgðir hækka í krónu-
tölu, þótt vitað sé að magnið hefur
minnkað, og svo hins vegar að
hlutfall veltufjár og skammtíma-
skulda er verra en áður, segir það
að nokkru leyti þá sögu, að minni
lager og dýrari er meira skulda-
megin en áður. Fyrirtækin eiga
sem sé minna í lagernum en áður,
þó að hann hafi minnkað að magni
til. Þetta er mjög alvarlegur hlutur
og ber með sér, að viss öryggis-
þáttur í afkomu landsmanna er að
flytjast út úr landinu svo sem öllum
hlýtur aö vera Ijóst er leiða hugann
að hafísárum eða öðrum utanað-
komandi örðugleikum í samgöng-
um.
SEÐLABANKI ÍSLANDS FÉLAG (SLENSKRA STÖRKAUPMANNA Nóvember 1979
Hagfræðideild
Hlutfallstölur úr rekstraryfirlitum heildverslana
1973 1974 1975 1976 1977 1978
Tekjur 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00
Vörusala alls, án söluskatts 95,11 95,13 92,62 93,11 92,86 92,32
Vörusala alls, með söluskatti 100,00 104,16 99,44 99,51 99,15 97,41
— söluskattur 4,89 9,03 6,82 6,40 6,29 5,09
Umboðslaun 3,76 3,03 4,80 4,35 5,01 4,59
Vaxtatekjur 0,62 1,32 1,49 1,41 1,43 1,85
Aðrar tekjur 0,51 0,52 1,09 1,13 0,70 1,24
Gjöld 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00
Vörunotkun 76,75 76,85 76,81 76,66 75,99 75,29
Laun og launatengd gjöld 9,89 9,39 8,68 9,16 10,05 9,86
Afskriftir 0,87 1,36 1,06 0,95 2,25 1,45
Vaxtagjöld 2,07 2,46 2,87 2,99 2,35 2,81
Opinber gjöld 2,27 1,97 1,62 1,86 1,85 1,99
Gengistap — — — — 0,49 1.71
Önnur gjöld 5,22 6,03 5,97 5,54 5,18 5,30
Nettó ágóði (tap - -) 2,93 1,94 2,99 2,84 1,84 1,59
Tölur fyrir árin 1973—1976 eru byggðar á fyrri könnunum F.Í.S. og
hagfræðideildar Seðlabanka (slands.
42