Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 45
Afstaða verðlagsyfirvalda og stjórnmálamanna Undanfarna mánuði hefur að sögn forráðamanna Félags ísl. stórkaupmanna legið fyrir viður- kenning á því af hálfu verðlags- yfirvalda að brýna nauðsyn bæri til aó lagfæra afkomugrundvöll nokkurra greina heildverzlunar, þannig að þær flytjist ekki úr landi í enn ríkara mæli en orðið er. Viss skilningur er fyrir hendi á þessu meðal embættismanna en hins vegar kvarta forráðamenn félags- ins undan því að allan pólitískan skilning og vilja skorti. í bréfi Félags ísl. stórkaup- manna til viðskiptaráðherra frá því í nóvemberlok eru sett fram nokk- ur áherzluatriði. í því segir meðal annars, þar sem fjallað er um breyttar álagningarreglur: • ..Okkur er Ijóst aó slíkar breyting- ar taka nokkurn tíma og eðlilegt ástand verður ekki skapað allt í einu. Fyrirtækin þurfa nokkurn tíma til að aðlagast breyttu kerfi. Það eru okkar hugmyndir að álagningu verði breytt stig af stigi þannig að álagningin verði látin bera uppi eðlilegan dreifingar- kostnað í viðkomandi greinum og þegar eðlilegt ástand hefur skapazt þá verði þær greinar umsvifalaust gefnar frjálsar." • ,,Ef litið er á hina ýmsu flokka í tilkynningu verðlagsnefndar má segja að miðaó við ástand i dag sé eðlilegast að byrja í þeim flokkum, sem verst eru staddir eins og matvöru og vefnaóarvöru. Hreinlætis- og hjúkrunarvörur verði látnar fylgja matvöru og snyrtivörur verði leiðrétt- ar." • ,,Ef litið er sérstaklega á vefn- aðarvörur er Ijóst, aó þar þarf strax að gera töluverðar breytingar því þar hefur stefnt mjög í sömu átt og gerst hefur í skóverzlun að heildverzlunin hefur meira og minna flutzt úr land- inu, í hendur erlendra heildsala bæði í formi þess að smásalar fara í stórum hópum erlendis í innkaupaferðir og erlendir sölumenn vaða hér uppi. Þá er einnig nauðsynlegt að vefnaðar- vöruheildsölum verði gert kleift að liggja með lager af efnivörum til ís- lenzks iðnaðar, en eins og álagningu er háttað í dag er það alls ekki gerlegt nema í litlum mæli." Lögin um verðlagsmál, sem taka áttu gildi 1978 voru spor í rétta átt að dómi talsmanna félagsins. Það var hins vegar fyrst í fyrra, sem þau gengu í gildi og þá mikið breytt. Breytingarnar voru mikið til hins verra að mati Félags ísl. stórkaup- manna, þar sem horfið hefur verið frá því grundvallarsjónarmiði að verzlunin skuli vera frjáls með því að fullyrt er að verðlagsákvarðanir skuli ekki vera frjálsar. Þetta telja talsmenn Félags ísl. stórkaup- manna að sé tímamótaákvörðun, sem þýði skref aftur á þak, raunar aftur um aldir. SEÐLABANKI ÍSLANDS Hagfræðideild FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA — Könnun á innflutningsverslun Kennitölur — Nóvember 1979 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Veltufjárhlutfall Veltufé 1,310 1,417 1,292 1,337 1,290 1,228 1,164 Skammtímaskuldir Hlutfall kvikra veltufjármuna Veltufé-birgðir Skammtímaskuldir 0,898 0,983 0,727 0,818 0,743 0,733 0,664 Skuldahlutfall Skammtímaskuldir Heildareignir 0,523 0,520 0,622 0,594 0,512 0,546 0,603 Veltuhraði birgða Heildarsala án söluskatts Birgðir 9,63 11,29 5,96 7,19 6,39 7,89 6,34 Veltuhraði veltufjár Heildarsala án söluskatts Veltufé 8,74 11,78 12,66 12,81 5,72 3,18 2,72 Veltuhraði fasta- fjármuna Heildarsala án söluskatts Fastafjármunir 2,06 2,55 2,10 2,22 1,79 6,90 7,88 Veltuhraói heildar- fjármuna Heildarsala án söluskatts Heildareignir 3,01 3,46 2,61 2,79 2,71 2,13 1,91 Meðalinnheimtutími (dagar) Skuldir viðsk.m. x 360 Heildarsala án sölusk. 73 64 63 66 63 57 62 Hagnaður m.v. sölu Nettó hagnaður Heildarsala án söluskatts 2,2 3,2 1,9 3,0 2,8 2,0 1,7 Arðsemi heildar- fjármagns Nettó hagnaður Heildareignir x 100 4,6 8,2 4,3 7,2 5,5 4,2 3,3 Arðsemi eigin fjár Nettó hagnaður Eigið féx 100 11,8 20,3 13,5 23,1 13,3 10,8 9,5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.