Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 49

Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 49
að nafninu til á að gegna hlutverki umboðsmanns án þess að hafa að baki sér nokkurt fyrirtæki eða vera fær um að veita neina þjónustu. Ýmsir þessara erlendu heildsala koma hingað reglulega til heim- sókna, reka starfsemi sína mest frá hótelherbergjum og greiða ekki önnur gjöld af henni en flugfar- seðla, gistingu og mat. Talsmenn Félags ísl. stórkaupmanna benda á að það sé ekki aðeins innflutn- ingsverzlunin, sem þarna eigi hagsmuna að gæta heldur allt þjóðarbúið. Það fari á mis við um- talsverðar tekjur af atvinnustarf- semi sem skiluðu sér ef hún væri í höndum innlendu fyrirtækjanna. Vöruframboð þessara farand- heildsala nær fyrst og fremst til þeirra greina, þar sem álagning hér innanlands er lægst. Þeir bjóða gjarnan nokkuð fjölbreytt vöruúrval og koma sumir hverjir ekki nema einu sinni. Sam- keppnisgrundvöllur hjá þeim er óneitanlega allt annar en hjá ís- lenzku fyrirtækjunum, sem við þá keppa, vegna þess að þeir þurfa aðeins að haga sér eftir aðstæð- um, sem ríkja í Hamborg eða Kaupmannahöfn og búa því ekki við verðlagshömlur og aðrar tak- markanir sem íslenzkar heildverzl- anir þurfa að hlíta, t.d. fyrirtækin í matvöru, vefnaðarvöru og skó- verzlun. Þegar íslenzkir innflytjendur verða að minnka vörupantanir sínar af fjárhagsástæðum minnkar jafnframt vöruúrvalið sem í boði er. í staðinn fyrir að geta boðið t.d. þrjár tegundir af skóm í öllum al- gengum númerum er ekki hægt að bjóða nema eina. Erlendu heild- salarnir koma með sýnishorn og segjast geta boðið mikiu fleiri teg- undir. Skóbúðirnar geta keypt eitt par af þessari tegundinni og tvö af hinni. Þetta er tekið af stórum lag- er, sem viðkomandi ræður yfir er- lendis, hvort sem það er í Þýzka- landi eða Danmörku. En aðal- munurinn er sá, að varan, sem út- lendingarnir selja er með 30—40% álagningu á sama tíma og heildsali hér verður að láta sér nægja 10% álagningu, sem honum er skömmtuð af opinberum yfirvöld- um. Með áralöngu starfi sínu hér- lendis hafa sumir hinna erlendu Stefnlr Helgason heildsala stofnað til kynna við ís- lenzka smásala, sem í einhverjum tilfellum taka kannski á sig örlítið broslega mynd. Þannig er sögð saga af því, að sölumaður frá ís- lenzku innflutningsfyrirtæki hafi gert tilraun til aö hitta að máli eig- anda vefnaðarvöruverzlunar í kaupstað nokkrum ekki mjög fjarri Reykjavík. Það tókst hins vegar ekki vegna þess að eigandinn hafði boðið erlendum farand- heildsala, sem að garði bar sama daginn, í mikla reisu um nærliggj- andi héruð og ætluðu þeir að verja deginum til að virða fyrir sér stór- brotna íslenzka náttúru og snæða saman fínan mat á sumarhótelun- um. Slíkum móttökum eiga fulltrú- ar innlendra heildverzlana ekki að venjast á ferðalögum sínum. Frjáls verzlun hafði samband við Stefni Helgason hjá innflutnings- fyrirtækinu Fal h/f í Kópavogi og spurði hann álits á umsvifum er- lendra heildsala hér á landi. ,,Mér finnst þetta að sjálfsögðu harla óskemmtilegt fyrirbæri," sagði Stefnir. ,,Meðan þetta helzt hérlendis þá fer ekki á milli mála að það er verið að hafa af okkur stór- fé, t.d. hinu opinbera. Á sama tíma og þessir farandsalar fá að starfa í friði erum við, innlendu umboðs- mennirnir, hundeltir af skattayfir- völdum og allt gert til að gera okk- ur erfitt um vik." ,,Það hefur meira að segja hvarflað að manni að flytja sitt fyrirtæki eitthvað út og hefja síðan frjálsa verzlun hérlendis að utan. í þessu sambandi get ég nefnt að ég fór með ítölskum aðilum, sem ég verzla mikið við, til Noregs, en þeir ætluðu að leita fyrir sér með sölu á sinni framleiðslu. Við töluð- um þar m.a. við opinbert fyrirtæki en þeir neituðu að ræða við okkur, hvað þá meira, fyrr en við hefðum útvegað okkur ábyrgan, norskan umboðsmann. Stuttu seinna, eða síðasta sumar, var haldin alþjóð- leg vörusýning hér á landi, og þar voru saman komin mörg norsk fyrirtæki sem seldu sína fram- leiðslu án nokkurra skuldbindinga við íslenzk yfirvöld. Meðan þannig er að málum staðið er auðvitað ekki von á góðu." ,,Ég hef alltaf staðið í þeirri trú, að þessi umsvif erlendu sölu- mannanna væru ólögleg hér en ef svo er ekki þá á að sjálfsögðu að koma því í lög, að ekki eigi að heimila innflutning nema að til staðar séu ábyrg, innlend um- boðsfyrirtæki. Hér er fullt af um- boðsmönnum, sem hvergi eru á skrá." ,,Þá vildi ég gjarnan koma hér að leiðréttingu við þann útbreidda misskilning hvað umboðslaun eru. Margir standa í þeirri trú að um- boðslaun séu álagning innlendra umboðsmanna á innfluttu .vöruna og þannig hækki varan fyrir tilstilli þeirra. Þetta er alrangt. Umboðs- laun eru kaup frá erlendu fyrir- tækjunum tii umboðsmanna sinna fyrir að gæta hagsmuna þeirra hérlendis. Við erum þannig í vinnu hjá erlendu fyrirtækjunum og það hefur engin áhrif á verð vörunn- ar." ,,Að lokum vil ég segja það, að starfsemi þessara umboðsmanna er alltaf að aukast hérlendis og það er brýnt að tekið verði í taum- ana. Með þessu áframhaldi flyzt verzlunin út úr landinu og með verzluninni fer sjálfstæðið. Því miður virðist stefnt að þessari þróun, leynt og Ijóst, af hinu opin- bera." 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.