Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 50
Einar Birnir, form. Félags isl. stórkaupmanna: „Pólitísk hentistefna hefur oftast ráðið ferðinni hjá verðlagsnefndinni” „Skólabækur gefa i skyn að verzlun sé af hinu illa” „í stjórnartíð minni hjá Félagi íslenzkra stórkaup- manna verður höfuðáherzla lögð á verðlagsmálin. Þau eru búin að vera aðalmál félagsins allavega síðustu 30—40 árin“, segir Einar Birnir, formaður Félags ísl. stórkaupmanna. „Þessi mál eru ef til vill ennþá brýnni nú en nokkurn tíma áður af því að nú beinlínis verður að snúa þessari stöðugu vörn og undanhaldi í sókn. Annað gengur ekki. Ella lognast innlend heildverzlun hreinlega út af.“ í framhaldi af þessum orðum formannsins er eðli- legt að leggja fyrir hann spurninguna um það hvernig hann og hans sljórn ætlar að ná þessu setta marki, sem fyrirrennurum hans hefur ekki tekizt. Eru einhver tromp á hendi eða ,,patent“-lausnir í augsýn? Einar Birnir: Mikilvægast er að ná samkomulagi við verðlagsyfirvöld á meðan við búum við verðlagshöft. Lokamarkmiðið er að sjálfsögðu aö losna við þau og láta samskiptin við viðskiptamenn ákveða þjónustu og vöruverð. F.V.: Telurðu einhverjar horfur á að ykkur í núver- andi stjórn F.I'.S. gangi betur að fá leiðréttingu þess- ara mála en forverum ykkar, sem höfðu alveg jafn- háleit markmið? Einar Birnir: Við í núverandi stjórn teljum okkur þrátt fyrir allt hafa meiri möguleika. Nýtt verölagsráð hefur veriö sett á stofn. Og enda þótt það sé háð ýmsum annmörkum er þó Ijóst að það er sett saman meö öðru hugarfari en verðlagsnefndin. Það á að vera sjálfstæðara og er ætlað aö vinna eftir fyrirliggj- andi staðreyndum en ekki pólitískri hentistefnu, sem oftast hefur ráðið ferðinni hjá verðlagsnefndinni. Án þess að vera að meta menn einstaklingsbundið hljótum við að binda ákveðnar vonir við störf verð- lagsstjórans, sem tók við embætti ekki alls fyrir löngu. Það er gömul og ný saga, að nýir vendir sópa bezt. Hann er kannski ekki eins þreyttur að hlusta á rök okkar. Það gefur mér líka aukna bjartsýni að æ fleiri hafa verið að átta sig á því, hvað stefnan, sem fylgt hefur verið, er vitlaus og hvað ástandið í þessum efnum er orðið alvarlegt. F.V.: Hverju þakkarðu þennan aukna skilning, sem þú talar um? Einar Birnir: Menn sjá með augunum að það er búið að reka hluta af heildverzluninni úr landinu og jafnframt hefur áróður okkar verið harösnúnari og líklega einbeittari undanfarin ár en stundum áður. Neyðin hefur kennt verzlunarstéttinni að hún verður að láta til sín heyra. F.V.: Það hefur óneitanlega verið hart sótt að verzluninni með sleitulausum áróðri að undanförnu. Hvert er þitt mat á stöðu verzlunarinnar og þá sér- staklega heildverzlunarinnar í því „áróðursstríði"? Einar Birnir: Almennt séð er fráleitt að bera ekki hönd fyrir höfuð sér. Aögerðarleysið er einhvers konar yfirlýsing um vonda samvizku eða kjarkleysi. Það eru aftur á móti verulegar líkur til að fólk vilji hlýða á mál þess sem snýst til sóknar. Verzlunarstéttin hefur ekki verið gjörn á að verja sig. Það er mjög miður. Núna er hún komin út í horn en hefur ákveöið að verjast umfram það sem áður hefur veriö gert. Ég held að sú afstaða sé þegar farin að skila árangri. Skoðanir fólks, sem maður hefur 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.