Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 57

Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 57
stjórnun Jóhann Gunnar Ásgrímsson, viðskiptafræðingur: Rekstrarráðgjöf á íslandi Sögulegur aðdragandi. Grein I. Það er ekki fyrr en um og upp úr aldamótunum síðustu að hugtakið „Scientific Management“ (vísindaleg stjórnun) er kynnt. Þá fyrst er hægt að tala um að rekstrarráðgjafastarfsemi eins og við þekkjum hana í dag verði til. Bandaríkjamaðurinn Frederich Taylor, verkfræðingur í stáliðjuveri í Bandaríkjunum er oft talinn upp- hafsmaður að þessum fræðum, en hann stundaði alls konar athug- anir á erfiðisvinnu. Taylor reyndi að finna út hverjar væru hag- kvæmustu hreyfingar við vinnu og gætti þess að menn væru ekki að þreyta sig að nauðsynjalausu. Með þessu tókst honum að auka afköstin gífurlega og til þess að mennirnir færu að vilja vinnurann- sóknarmannsins þá fengu þeir laun eftir afköstum. Við þetta hækkaði launastigið um allt að 60% og framleiðni margfaldaðist. Er þessi tímamótavinna Taylors yfirleitt talin upphaf vísindalegrar stjórnunar, sem síðan verður grundvöllur þeirrar rekstrarráð- gjafastarfsemi sem við þekkjum í dag. Hér er einnig rétt að minnast á Frakkann Henry Fayol sem var samtímamaður Taylors þó hvor- ugur vissi af hinum. Fjallaði Fayol mest um yfirboðarasamræmi og í því sambandi um píramídalögun fyrirtækjaskipulags, en Taylor var eiginlegur upphafsmaður hag- ræðingarstarfsemi og kemur fram með sérhæft skipulag fyrirtækja (functional organisations). Skriður kemst þó ekki á ráðgjafastarfsemi fyrr en um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Til (slands berst þessi hreyfing fyrst með Guðmundi Finnbogasyni fyrrverandi prófessor og lands- bókaverði. Guðmundur var hér langt á undan sinni samtíð því hann var að kynna þau vísindi sem voru að ryðja sér til rúms í Banda- ríkjunum og er hann sennilega með fyrstu mönnum í Evrópu sem stunda vinnurannsóknir. Hann stundaði hér þessar rannsóknir, sem hann reyndar kallaði vinnu- vísindi, hélt fyrirlestra og skrifaöi timaritsgreinar um þetta efni. Hann gaf út bókina ,,Vit og strit'' árið 1915 en það var safn tímarits- greina. Árið 1917 fékk hann styrk frá Alþingi (slendinga til þess að færa í alþýðlegan búning þá fyrir- lestra sem hann hélt um þetta efni þann vetur. Bar bókin nafnið ,,Vinnan“ og kom út það sama ár. Síðan gerist ekkert í þessum málum hér á landi fyrr en með til- komu norsks fyrirtækis hingað en það heitir INDUSTRIKONSULENT A/S (IKO). Upphaf þess hér á landi má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Stokkhólmi árið 1952, en að henni stóðu norrænar rafveitur. Af (slands hálfu voru þarna þeir Jakob Gíslason orkumálastjóri og Eiríkur Briem þáverandi raf- magnsveitustjóri og núverandi forstjóri Landsvirkjunar. Efni þessarar ráðstefnu var hagræðing í almennum rekstri og var rætt um verkskipulag á flestum sviðum rekstrar og segja má aö efnið hafi spannað svið rekstrarhagfræði og rekstrarverkfræði. Þessi ráðstefna verður til þess að vekja áhuga þeirra Jakobs og Eiríks á að koma á hagræðingu í rekstri hjá RARIK. Þeir leita til „VATTENFALLS BESTYRELS- EN“, sem er nokkurs konar orku- 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.