Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.01.1980, Qupperneq 58
þess að hann er ráðinn til IKO seinni hluta þessa sama árs og vinnur hjá þeim fram til 1966 en rúmum tveimur árum seinna setur hann upþ fyrsta íslenska rekstrar- ráðgjafafyrirtækið hér á landi, þ.e. fyrirtækið Hannarr s/f. Forkannanir IKO í iðnfyrirtækjum Um 1965 vinnur IKO að upp- setningu rekstrar- og fjárhags- bókhalds fyrir SH og keypti Sam- band íslenskra samvinnufélaga hluta af þessu verki þannig aó þaó fékk aðgang að öllum gögnum, en þetta verður síöan grundvöllur að notkun bókhalds við rekstur frysti- húsa Sjávarafuröadeildar SlS. Árið 1966 er stofnað formlegt útibú frá IKO hér á landi eins og fyrr segir og er Helgi G. Þórðarson þá ráðinn til fyrirtækisins og tók hann við af Benedikt Gunnarssyni. Byrjar Helgi á því að starfa í Noregi en kemur svo hingað heim. Á þessum tíma byrjar IKO með svo- kallaðar forkannanir í iðnfyrirtækj- um hér. Þeim var þannig háttað að ráðgjafar komu inn í fyrirtækin og unnu þar að sínum verkefnum í 2—3 daga. Markmið þessarar vinnu var að finna hvar helst mætti hagræða fremur en að hér væri um eiginlega ráðgjöf að ræða. Urðu þessar forkannanir ekki mjög vinsælar og þóttu kannski helst til dýrar miðað við árangur. Með því efnahagsáfalli sem verður við hvarf síldarinnar árið 1967 verður mikill samdráttur í starfsemi IKO, og 1969 var þannig komið að aðeins tveir Islendingar eru á skrifstofu IKO hér á landi, en allir Norðmennirnir farnir. I júní þetta sama ár fer aftur að glæðast meö verkefni, en þá er Helgi orð- inn einn eftir á skrifstofu IKO. 1970 koma þó tveir Norðmenn hingað gagngert til að vinna aö einu verk- efni. Það var að hanna skrifstofu og innheimtu Tollstjóraembættis- ins í svokölluðum „kontorland- skab"-stíl. Var þetta síðasta verk- efnið sem norskir ráðgjafar leystu af hendi fyrir hönd IKO. Þáttur Lars Mjós framkvæmdastjóra Endalok IKO hér á landi tengjast þáverandi framkvæmdastjóra þess, Lars Mjós. Hann haföi mik- inn áhuga á íslandi og án hans áhuga á landinu er óvíst að IKO hefði verið hér svo lengi sem raun bar vitni, því fjárhagslega voru hér ekki aðlaðandi verkefni fyrir IKO og ekki var um neinn verkefna- skort hjá fyrirtækinu að ræða annars staðar. Lars Mjós var hald- inn alvarlegum sjúkdómi og hafði gengið með hann lengur en menn grunaði í upphafi. Árið 1971 er Mjós orðinn óstarfhæfur vegna sjúkdóms síns og lést hann í árs- byrjun 1972. Tvö innlend fyrirtæki sprottin upp af starfi IKO í desember 1971 bauð IKO Helga G. Þórðarsyni fyrirtækió til kaups með þeim skilyrðum að hann tæki við þeim verkefnum sem fyrirtækið hafði skuldbundið sig til að framkvæma, þannig að þeir gætu losað sig sem fyrst og sársaukalaust við verkefnin. Úr þessu varð og Helgi G. Þóröarson tók við fyrirtækinu til eignar og starfar við það enn í því húsnæði sem hann tók við af IKO, að Skúlagötu 63 í Reykjavík. Þaö er því Ijóst að íslensk rekstrarráögjafastarfsemi á IKO mikið að þakka sem kveikju að slíkri starfsemi hér á landi þar sem tvö fyrirtæki hafa beinlínis sprottið upp sem afleiðing af þessari starf- semi, og er þar átt við Hannarr s/f og fyrirtæki Helga G. Þórðarsonar. Ekki má heldur gleyma Lars Mjós því að án hans þátttöku er ekki að vita hver þróunin hefði orðið. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.