Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 19
spóla eftir kerfum. Þarkemurfram, að 80% biðja um VHS-kerfið, 12% um Beta og 8% um ýmis önnur. Innan Beta-kerfisins eru sex merki mest áberandi. Meðal þeirra eru t.d. Sony, Sanyo, Toshiba og Fisher. Af Beta-tækjum eru um 75% frá Sony. Talsmenn Sony segja að sala á tækjum þeirra hafi aukizt árlega um 10% á Banda- ríkjamarkaði síðustu þrjú árin. Merki innan VHS eru 17 talsins þar á meðal JVC, Sharp, Hitachi, Akai, Panasonic, Nordmende og Fergu- son. Einn af sölumönnum VHS— kerfis tækja sagði blaðinu, að framleiðsla á myndsegulbands- tækjum í Japan yrði á þessu ári 70% VHS-kerfi en 30% Beta. Hlut- fallið í fyrra hefði verið 6 á móti 4 fyrir VHS. Framleiðendur VHS-- tækja hefðu bent á þessa styrku stöðu sína með blaðaauglýsing- um, sem m.a. hefðu birzt hér. Þar hefði áherzla verið lögð á að 17 nafnkunn fyrirtæki framleiddu tæki innan VHS-kerfis en 6 innan Beta-kerfis. „Þessari staðhæfingu hefur hvergi verið mótmælt nema auðvitaö hér á íslandi þar sem menn vita allt betur en allir aðrir“, sagði þessi talsmaður VHS. Hvað sem líður samkeppni hinna tveggja kerfa, er Ijóst að þau verða ekki lengur tvö um hituna, því að eins og áður segir er nú rétt hafin kynning á Philips-kerfinu, sem nefnt er Video 2000. Og hvaö er það nú, sem Philips telur sig geta boðið væntanlegum kaup- endum myndsegulbandstækja og skáki þar með keppinautum, sem fyrir eru á markaðnum? Jú, það er lengd myndsegul- bandsspólunnar. Hún er aðalat- riðið hjá Philips og ekkert aukaat- riði hjá þeim, sem þurfa að fjár- festa í spólum innan hinna kerf- anna. Spólulengdin hjá Philips er bylting. Hver spóla dugar til upp- töku í samfellt 8 klukkutíma, fjóra tíma hvoru megin, því að Philips— spólunni má snúa við. Eins og sölumaður hjá Heimilistækjum, umboðsaðila Philips-tækja hér á landi, sagði: ,,Hugsið ykkur bara: 16 þættir af Prúðuleikurunum á einni spólu.“ Lengsta spólan á VHS-kerfinu gengur í 3 klukkutíma og lengsta Beta-spólan 3 klst. og 20 mín. Spólukaup eru verulegt peninga- Framboð á vinsælu myndefni á vegum innflytjenda myndsegulbandstækja er að miklu leyti ráðandi um val fólks á tækjum. spursmál fyrir eigendur myndseg- ulþandstækja því að þriggja tíma spólan á VHS kostar allt aö 40 þús, krónur, lengsta spólan á Beta um 35.000. Umboðsmenn Philips reikna með að 8-tíma spólan þeirra kosti 45 þús. krónur. Þess ber að geta, að verð á myndsegul- bandsspólum er hér mjög breyti- legt eftir merkjum. Þannig eru fáanlegar VHS-spólur, þriggja tíma fyrir 26 þús. krónur, en ann- ars staðar kosta þær 40 þús. Verðmunurinn er ekki sagður endurspeglast í áberandi meiri gæðum. Annað hvort er um óhag- kvæm innkaup að ræða eða að svigrúm til frjálsrar álagningar er notað svona vel, þar sem verðið er hæst. Ekkert atriði er aö spólan sé með sama merki og tækið sjálft. Innan sömu kerfa ganga mismun- andi merki af spólum á ólík merki af tækjum. Fróðir menn telja að beztu gæðin séu á spólum frá viðurkenndum segulbandsfram- leiðendum eins og TTK eða BASF. Það eru ekki aðeins Philips— verksmiðjurnar sjálfar, sem ætla að nýta Video-2000 í myndsegul- bandaframleiðslu sinni. Þetta kerfi er af framleiðendum kallaö „Evrópu-kerfið". Verksmiðjurnar, sem nú hafa tekið upp framleiðslu á tækjum fyrir Video-2000 eru sumir af kunnustu sjónvarpsfram- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.