Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 52
„Góð og hröð afgreiðsla, vönduð og falleg vara” — segir Björn Guðmundsson, forstjóri hjá Ásbirni Ólafssyni „Okkar viðskipti byggjast ein- ungis að litlu leyti á Norðurlönd- um“, sagði Björn Guðmundsson, forstjóri hjá Ásbirni Ólafssyni h.f. „Hins vegar get ég sagt það hreint út, að við mundum gjarnan vilja auka viðskiptin við þessar þjóðir. Ástæðan er sú að iðnaðarvara alls konar frá Norðurlöndunum, eink- um þó Danmörku og Svíþjóð er ákaflega vönduð, skemmtilega hönnuð og virðist falla vel að smekk okkar og kröfurn", sagði Björn. Björn kvað Ásbjörn heitinn Ólafsson hafa verslað við fyrirtæki á Norðurlöndunum frá því að fyrir- tækið var stofnað fyrir 42 árum. Reynslan af þeim viðskiptum heföi alltaf verið góð. Afgreiðsla gengi hratt og vel fyrir sig sem væri stórt atriði í viðskiptum. Ásbjörn Ólafsson h.f. er ein rót- grónasta heildverslun landsins og býður upp á margvíslegri vörur og vöruflokka en flestar aðrar heild- verslanir landsins. Þannig flytur Ásbjörn Ólafsson h.f. inn frá 8 norskum fyrirtækjum, ávaxtasafa frá Elgsæter Fabrikker, pappírsvörur frá Folke W. Edman, hnífa frá Helle Fabrikker, stálbús- áhöld frá Mjölni, stálbúsáhöld frá Polaris, plastbúsáhöld frá Vest Norske, panel og viðarþiljur frá Trysil og vogir hverskonar frá Aanonsen-Jærnvarefabrik. Frá Svíþjóð berast fyrirtækinu m.a. hitamælar allskonar frá Filiþ Lindén og búsáhöld úr tré frá Wi- beco. Frá Finnum má nefna gúmmískófatnað og strigaskó frá Nokia, kerti frá Orion og plastbús- áhöld frá Sarvis. Helsta viðskiptaland Ásbjarnar Ólafssonar á Norðurlöndunum er þó Danmörk. Þaðan hafa verið flutt inn húsgögn frá nokkrum verksmiðjum, en sá innflutningur hefur minnkað mjög í séinni tíð, kopar og messing gjafavöru fá þeir frá Erik Frederiksen, mynda- ramma frá Fabrikken M.L., ferða- töskur frá Geolet, plastslöngur frá Hjört Plastic, rafhlöður frá Helle- sens, potta og pönnur frá Jensen & Bierregard, matvöru frá Mai- zena-Knorr, plastbúsáhöld frá Rosti Plastic, eldhúshnífa frá Ginge Raadvad. Þá hefur inn- flutningur á sælgæti frá Toms aukist að miklum mun að undan- förnu eftir að innflutningur var gerður rýmri á þeirri vöru. Þó kvaö Björn ekkert geta skyggt á vinsæl- asta sælgætið á markaðnum síð- asta aldarfjórðunginn, Prins Póló — súkkulaðikexið frá Póllandi. Loks flytur fyrirtækið inn skartgripi frá Flora Danica. „Þetta síðastnefnda, skartgrip- irnir frá Flora Danica sanna ef til vill mest og best hvað Danir eru hugkvæmir og frumlegir. Þarna nota þeir lifandi plöntur, vinna þær með sérstökum aðferðum og húða fyrst með sterling-silfri, en gull- húða síðan með 24 karata gulli. Þetta hefur orðið stór iðnaður hjá þeim og selt um allan heim." Björn kvaðst oft hafa heyrt þess getið í sínum hópi að Danir seild- ust til umboðsmennsku fyrir Norð- urlöndin á einu og öðru. Kvað hann þetta mjög bagalegt. Pyrir- tæki sitt hefði að vísu aldrei lent í erfiðleikum vegna þess arna, en dæmin væru þó mörg. ,,Við reyn- um að sjálfsögöu að spyrna viö fótum gegn þessari þróun, enda verður þetta til þess að hækka vöruverð hér og hlýtur að gera vöru sem þannig þerst okkur ósamkeppnisfæra á markaði hér. Við leggjum hins vegar alla áherslu á að kaupa af framleið- endum erlendis beint og milliliða- laust. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að kaupa hag- stætt erlendis, ef við eigum að ná árangri á markaði hér,‘‘ sagði Björn Guðmundsson að lokum. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.