Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 59
L- Wæðisins „Lega Kópavogs á höfuðborgarsvæðinu er alveg einstaklega góð. Bærinn liggur svo að segja alveg miðsvæðis. Ef tekinn er sirkill og oddur hans settur þar sem Hamraborgin er, þá kemur í Ijós að innan þess hrings sem stærstur er dreginn utan um höfuðborgarsvæðið, rúmast meginhluti byggðar- innar. Ég held að aðeins Seltjarnarnes og Mos- fellssveit lendi utan við hann.“ Svo segir Skúli Norðdal for- stöðumaður skipulagsstofu Kópa- vogskaupstaðar í viðtali við Frjálsa verslun. Það ersíðuren svo orðum aukið hjá Skúla, að Kópavogur sé miðdepill höfuðborgarsvæðisins. Um Kópavog ligguraðauki einn sá fjölfarnasti þjóðvegur landsins, brautin sem tekur við af Kringlu- mýrarbrautinni og liggur um Garðabæ og Hafnarfjörð og til Keflavíkur. Kópavogur er annar stærsti bær landsins á eftir Reykjavík, en þar skilur á milli hans og annarra kaupstaða af svipaðri stærð, að Kópavogur fór ekki að byggjast að ráði fyrr en upp úr 1950. Saga bæjarins er afskaplega stutt enda þótt nafn hans hafi virðulegan sess í sögu þjóðarinnar, þar sem Kópavogsfundurinn 1662 er, en þá voru íslendingar neyddir til þess að afsala sér öllum sínum réttindum samkvæmt Gamla sátt- mála frá því 1262. í lengri tíma var Kópavogur aðeins svefnbær. Hann fékk að vísu kaupstaðarréttindi 1955, en engu að síður var lítið um fram- leiðslu eða þjónustu og breyting varð þar ekki á fyrr en kom fram á seinni hluta sjöunda áratugsins og þess áttunda. Það einkenndi Kópavog, að þar var varla hægt að komast leiðar sinnar. Götur voru lengi vel ómal- bikaðar, gangstéttir voru engar og vegfarendur gátu átt von á því að lenda þegar minnst varði inni í blindgötu og komast ekki þaðan út aftur. Miklar breytingar Þessi lýsing heyrir nú fortíðinni til. Kópavogur þykir með myndar- legri kaupstöðum landsins. Vesturbærinn er lágreistur, ein- býlishús eru þar í miklum meiri- hluta. Þar lýtir þó byggðina iðn- aðarhverfið með suðurströnd Fossvogs. Austurhluti bæjarins er talsvert háreistari og ber þar mest á há- hýsunum við miðbæinn og austast í bænum. Að öðru leyti eru fjór- býlishús eða minni hús algengust. Iðnaður, verslun og önnur þjón- usta er þarna mikil og jafnvel hafa opinber fyrirtæki flutzt til Kópa- vogs. Nýmæli í Kópavogi Nýlega fluttist bílasala Eggerts frá Reykjavík yfir í Kópavog. Rekstur sinn hóf bílasalan í hús- næði því, sem áður var Skódaum- boðið. Þetta er rúmgóður sýning- arsalur þarna í Auðbrekkunni. Á neðri hæðinni verður bifreiða- verkstæði, sem koma mun til með aö hafa meðmæli Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar verða allir bílar sem inn í bílasöluna koma at- hugaðir og síðan lagt á þá sann- gjarnt mat eftir ástandi bílsins. Einnig verður bónstöð í húsinu, þar sem eigendur geta tekið bíla sína í gegn, áður en þeir skilja þá eftir í sýningarsal eða fyrir utan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.