Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 25
Flestir irmbrotsþjófar eru unglingar í fyrra voru að meðaltali framin 1,4 innbrot á degi hverjum í Reykjavík. Það þýðir að á öllu árinu voru framin alls 509 innbrot í borginni. Samkvæmt upplýs- ingum sem liggja fyrir frá fyrri árum er hér í rúmlega helming tilvika um að ræða unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Það liggur einnig fyrir að hér er ekki um að ræða vandræðaunglinga nema í um þriðjung tilfella, frekar er hér um að ræða unglinga, sem eiga við að glíma einhvers konar félagsleg vandamál. Ljóst er aö af hverjum tíu ung- lingum sem sekir gerast um inn- brot af einhverju tagi, komast að- eins tveir til þrír undir hendur lög- reglunnar oftar en einu sinni. Taliö er aö hinir sjái aö sér. Þessar upplýsingar fékk Frjáls verslun hjá Grétari Noröfjörö, lög- regluþjóni við embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík, en hann hefur í mörg ár haft meö höndum rann- sóknir á innbrotsmálum og tekið saman athyglisveröar, tölulegar staðreyndir um þau mál. Þessi félagslegu vandamál, sem taliö var aö unglingar ættu við að etja og væru ástæðurnar fyrir því að þeir flæktust út í innbrot, þurfa ekki aö rista mjög djúpt. Mjög oft er um aö ræöa unglinga, sem flytjast í nýtt íbúðahverfi. Viö það rofna öll félagatengsl og álpast þá unglingarnir til aö leita félags- skapar hjá „kaldasta karlinum" í nágrenninu og meö þeim piltum leiöast unglingarnir út í afbrot til þess aö missa ekki af dýrmætum félagsskap. 62 ára innbrotsþjófur Enda þótt unglingar eigi sökina á mestum hluta þeirra innbrota, sem verða í Reykjavík, er þó tals- veröur fjöldi innbrotsþjófa yfir tví- tugu. Grétar nefndi sem dæmi, aö í fyrra voru aðeins 10 teknir við inn- brot, sem fæddir voru fyrir 1940, þar af einn sem fæddur var 1918 og má teljast ansi hár aldur í „fagi", sem krefst eflaust sterkra tauga og frárra fóta. Eftir þessu að dæma má gera ráð fyrir að næst fjölmennasti hópur innbrots- manna sé á aldrinum milli tvítugs til fertugs. Áfengi oft ástæðan til innbrots En hver skyldi vera ástæöan fyrir þessum mikla fjölda innbrota unglinga? Grétar er á þeirri skoð- un, aö í flestum tilfellum hafi ung- lingarnir yfir allt of litlu fjármagni aö ráða, aö þeirra mati, þannig að þeir freisti gæfunnar á þessari vafasömu braut. í ýmsum tilfellum hjá þessum fjölmenna aldurshópi og í fleiri tilfellum hjá eldri aldurs- hópnum er áfengi meö í spilinu eöa ástæðan fyrir innbrotinu. Meöan vínveitingahúsin lutu strangari opnunartíma en nú er, var hægt að rekja innbrotin í ná- grenni vínveitingahúsanna í nokkrum tímaskeiöum. Eftirfar- andi innbrotastaðir og ástæður fyrir innbrotunum voru algengast- ir. Á tímabilinu frá klukkan 22.00—22.30 um helgar var ástæöan fyrir innbrotunum yfirleitt aö afla einhverra veðmæta til að selja fyrir peninga. Frá klukkan 22.30 eöa þeim tíma er skemmti- stööunum var meinað að hleypa fleiri gestum inn og þar til skemmtistöðunum var lokaö, voru innbrot í barnaheimili mjög al- geng. Þá voru að verki unglingar, sem ekki komust inn á skemmti- staöina. Fyrstu þrjátíu mínúturnar eftir að dansleik lauk voru sjopp- urnar í stórhættu, enda var verið að útvega „bland" í partíin. Eftir klukkan 3.30 færðist hættan yfir á matsölustaöi enda afbrotamenn svangir eftir partí, þar sem mis- munandi mikiö var veitt í mat. Eftir aö opnunartíminn lengdist komst mikil óregla á tíðni innbrota. Nú verða lögregluþjónar ekki eins varir við þau í reglulegu eftirliti sínu. Þar koma líka inn í dæmið auknar varúðarráöstafanir eig- enda verslana og fyrirtækja. Af- brotin uppgötvast nú oftar þegar eigendur líta eftireignum sínum að næturlagi eða þegar vinnudagur hefst. Kæruleysi gagnvart innbrotavörnum Engin varúðarráðstöfun er 100% trygg að mati Grétars Norð- fjörð. Frumskilyrði allra öryggis- ráðstafana varða fyrstu og aðra hæð atvinnuhúsnæðis. Einnig verður að gæta þess, að þakrenn- ur séu ekki nálægt gluggum eða svölum og að ekki séu stigar á lausu í nágrenni húsnæðisins. Lagfæringar á gömlu húsnæði með tilliti til þess að efla varnir gegn innbrotsþjófum miðast yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.