Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 44
skodun Framleiösla og útllutningur ullarvöru Þœttir úr ritgerð til lokaprófs við viðskiptadeild Háskóla íslands eftir Friðrik Jóhannsson og Kjartan G. Gunnarsson Á nítjándu öldinni var mikil deyfð í þessum málum, og má segja að þróun ullariðnaðar hafi ekki verið að neinu marki, fyrr en laust fyrir aldamótin 1900, er sett voru upp kembivélaverkstæði í Ólafsdal, viö Álafoss, á Akureyri og í Reykjavík. Þessar verksmiðjur kembdu þó aðeins og spunnu ullina fyrir heimilisiðnað. Gefjun var svo stofnuð á Akur- eyri árið 1897 og vann hún ofna dúka úr ullinni. Þetta var þó aðeins lítil verksmiðja til að byrja meö eða þar til SÍS keypti hana árið 1930. Var þá strax hafist handa um stækkun verksmiðjunnar. Útflutningur á ullarteppum var að einhverju leyti stundaður fyrstu árin eftir fyrri heimsstyrjöldina, en náði þó ekki að verða neitt að ráði, og lagðist fljótlega af. Hins vegar var útflutningur ullar töluverður frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar og allt fram á seinni ár, er íslendingar loks fara að full- vinna ullina sjálfir. 1950 var gengið fellt og jafn- framt því fór heimsmarkaðsverð á ull hækkandi. Á þessum árum var mikiö unnið að uppbyggingu og endurbótum á innlendum verk- smiðjum, og tækja og vélakostur þeirra endurbættur. Árið 1960 breyttist margt. Við- reisnarstjórnin er þá nýlega tekin við völdum, og með henni koma miklar breytingar á efnahags- stefnunni. Verslunarhöft voru af- numin og gengið fellt stórlega. Eftir þetta fór töluvert að bera á útflutningi á peysum og teppum. Ekki verða miklar breytingar á ullarvöruútflutningi fyrr en undir lok sjöunda áratugsins. Upphaf á útflutnings- framleiðslu Framleiðsla á ullarvörum, öðr- um en handprjónuðum flíkum til útflutnings hefst ekki að marki fyrr en í kringum 1968—1969. Þá hófu tvær prjónastofur framleiöslu fatnaðar úr íslenskri ull, og seldu framleiösluna aö mestu leyti í minjagripaverslunum hér innan- lands. Þetta gaf góða raun, eftir- spurnin varð strax mikil, og gaf það mönnum hugmyndina að því að framleiöa og selja beint í versl- anir erlendis. Á árunum 1968—70 hóf Tom Holton hjá Hildu h.f. og fljótlega einnig Álafoss að leita Friðrik Jóhannsson Kjartan G. Gunnarsson eftir mörkuðum erlendis og varð þeim vel ágengt. Þessi góða við- taka íslensku ullarvaranna varð til þess að prjóna- og saumastofur voru stofnaðar um allt land. Þegar svo var komið sögu var Ijóst, að mikið verk var framundan við að skipuleggja framleiðsluna, og staöla allar númeramerkingar. Á þessum árum fór salan þannig fram, að sölufyrirtækin fóru með á markað þá vöru sem framleiðslu- fyrirtækin höfðu á boðstólum. Seinna þróaöist þetta svo á þann hátt, að útflytjendurnir fóru að segja framleiðendunum hvað þeir ættu að framleiða, eftir áb'ending- um frá kaupendum, og hefur salan stóraukist við þetta eitt. Nú eru starfandi prjónastofur sem prjóna ullarvöru til útflutnings 15 talsins, og saumastofur eru fjórtán. Þessar stofur eru flestar meö um 10—20 starfsmenn. Framleiðni Meö opnun markaða erlendis fyrir íslenskar ullarvörur, spruttu upp prjóna- og saumastofur í hin- um ýmsu byggðarlögum úti á landsbyggðinni, sem eru flestar 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.