Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 33
Þegar gætir verulegs sam- dráttar í sölu á íslenskum fiskafurðum í Bandaríkjun- um. Almenningur þar í landi sækir ekki veitingastaði, þar sem boðið er upp á ís- lenskan fisk, í sama mæli og áður. Söiutregðan er ekki úr sögunni, því... Það kann að virðast dálítið mót- sagnakennt, að á sama tíma og okkur berast fréttir um að allt sé á hraðri leið norður og niður á mörkuðum okkar fyrir hraðfrystan fisk í Bandaríkjunum stendur sölufyrirtæki Sambandsins vest- an hafs í stórframkvæmdum og er að stækka fiskréttaverksmiðju sína í Harrisburg um meira en helming og ver til þess um fimm milljónum dollara. Iceland Seafood Corporation, en svo nefnist hið bandaríska fyrirtæki Sambandsins eftir nýlega nafnbreytingu, mun Ijúka þessari framkvæmd í þrem áföngum á þessu ári. Fyrst er það rannsókn- ar- og þróunardeild meö fullkom- inni framleiðslulínu fyrir tilrauna- starfsemi í fiskréttagerð. í öðrum áfanga er frystigeymsla með kældu hleðslurými og aðstöðu fyrir 10 vöruflutningabfla. Sjálf fiskréttaverksmiðjan er í síðasta áfanga og verður hún væntanlega fullbúin íoktóber. Þegar hún hefur að fullu verið tekin í notkun verða afköst verksmiðjunnar þreföld á við það, sem nú er og framleiðslu- línur 8—10 í stað fjögurra, sem nú eru notaðar. Hvenær hjólin fara að snúast í þessum nýju framleiðslulínum er óhægt að spá um á þessu stigi og allt bendir til þess að einhverjar tafir verði þar á í Ijósi síðustu frétta af samdrætti í fisksölu á Banda- ríkjamarkaði. En þessi fram- kvæmd undirstrikar þó þá stað- reynd að íslenzku fyrirtækin þar eru ekkert að leggja upp laupana þótt móti blási í bili en vilja búa í haginn og vera fullbúin að takast á við vaxandi verkefni þegar úr rætist. Guðjón B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri lceland Seafood Corporation sagði að verðbólgu- þróunin í bandarísku efnahagslífi og almennur samdráttur í neyzlu væri höfuðorsök þess vanda, sem fiskseljendur stæðu nú frammi fyrir. Afkoma hefði stórlega versn- að hjá mikilvægum fiskkaupend- um eins og tilteknum veitinga- staðakeðjum, þar sem viðskipti hefðu í sumum tilvikum minnkað um 10—15% á skömmum tíma. Samdráttur í fisksölum var 7% í fyrstu viku júní og búizt er við allt að 15% samdrætti á öllu árinu. Samkvæmt spám tölfræðistofn- unarinnar Data Resources Inc. í Bandaríkjunum eru alls ekkert bjartir tímar framundan. Þvert á móti. Ástandið á enn eftir að versna það sem eftir er af þessu ári. Atvinnuleysi mun fara vaxandi á síöari helmingi ársins en síðan er gert ráð fyrir að ástandið skáni á öðrum ársfjórðungi 1981. Þegar atvinnuörygginu er ógnað byrjar fólk vestan hafs að spara verulega við sig. Bandaríkjamenn hætta þá að kaupa með afborgunum eða taka lán til að fjárfesta. Og það sem kemur verst við hag íslenzka þjóðarbúsins: Þeir éta heima hjá sér en fara ekki út aö borða. Þessu valda meðal annars örar verð- hækkanir á benzíni, sem er nauð- synlegur aflgjafi til aö komast á veitingastaði við veginn. Data Recourses Inc. gerir ráð fyrir að Bandaríkjamenn muni í sumar og haust draga svo úr neyzlu sinni utan heimilis að þeir kaupi 6,5% færri máltíðir á veit- ingastöðum en verið hefur nú að undanförnu. Þetta kemur mjög harkalega niðurá rekstri fiskrétta- Ástandið á enn eftir að versna 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.