Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 42
Gjaldeyrisverðmæti iðnaðarvöruútftutnings hækkar um 20% Svo virðist sem efnahags- ástandið í nágrannalöndum okkar hafi ekki áhrif á útflutning ís- lenzkrar iðnaðarvöru og ekki eru nein merki þess að ástandið eigi eftir að breytast til hins verra í bráð, burtséð frá einstaka ein- angraðri tilfellum eins og í sambandi við útflutning fisk- vinnsluvéla til Lofoten, þar sem aflabrestur varð í vetur. í fyrra nam útflutningur iðn- aðarvara, utan áls og álmelmis, 55 milljónum dollara. Skiptist hann þannig í grófum dráttum, að ullar- vörur voru fluttar út fyrir $23,5 millj., skinn fyrir rúmlega $10 millj., niðursuða $8,6 milljónir og kísilgúr fyrir $5,1 milljón. Því er spáð, að ullarútflutningur verði um $30 milljónir á þessu ári. Skinn hafa hækkað í verði og niðursuða er á uppleið. Um 30% meira magn hefur verið flutt út það sem af er þessu ári en var gert á sama tíma í fyrra. Niðursuðuútflutningurinn er mjög háður samningum viö Sovétríkin. í heildina séð telja sér- fræðingar á sviði iðnaðarvöruút- flutnings að útflutningsverðmæti hækki um 20% milli ára 1979 og 1980 í erlendum gjaldeyri. Mikil aukning hefur orðið í sölu á ullarvörum til Vestur-Evrópu. Helstu markaðir iðnaðarvöru eru í V-Þýzkalandi, Norðurlöndum, Kanada, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Aukningin á v- þýzka markaðnum hefur verið 40% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mikil aukning varð á árinu ífyrra miöað við 1978. Útlit íslenzka ullarfatnaðarins breytist lítiö, þannig að leikmenn sjá varla nokkurn mun á löngu tímabili. Hins vegar eru tvenns konar breytingar á þróunarstigi. í fyrsta lagi verður herrafatnaður æ meira áberandi og í öðru lagi er verið að byrja framleiöslu á sumarfatnaði, sem er léttari en sá sigildi klæðnaöur, sem hingað til hefur verið framleiddur úr íslenzku ullinni og segja má að hafi verið heilsárstízka. Telja framleiöendur nauðsynlegt að skilja þarna á milli tízkutímabila eins og gerist og gengur í annarri fataframleiöslu, ef möguleika ullarútflutningsins eigi að nýta að fullu. TÍZKUBLAÐ §imar 82302 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.