Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 46
Ullarvöruritflutningur 1970 - 1979 rieimild: lóröur Priöjónsson: Astand o#:. horfur i ullí’riönoöi US-dollar Útflutningur á ullarvörum er oröinn snar þáttur í heildarútflutn- ingi iðnaðarvara og er aukningin frá 1970 þreföld. Árið 1970 varflutt út ullarvara fyrir u.þ.b. 158 Mkr. og var það 1,2% af heildarútflutningi iðnaðarvara. Árið 1977 stórjókst útflutningur ullarvöru og hefur hlutfall þeirra í heildarútflutningi aldrei verið hærra. Magnaukning var 30% og verðmætaaukning 54% í U.S.$. Árið 1978 verður síð- an samdráttur um 3,6% í U.S.S og 11% í magni, en í kjölfarið kemur aukning strax 1979, en það ár er hlutur ullariðnaðar í heildarút- flutningi iönaöarvara 2,9%. Mælt í $ hefur ullarvöruútflutn- ingur tólffaldast frá 1970 á meðan verðlag í U.S.A. hefur tvöfaldast. Því má gera ráö fyrir að þessi út- flutningur hafi sexfaldast að verð- mæti frá 1970. Við útflutning ullarvara starfa aðallega 6 fyrirtæki og síðustu ár hafa nokkur smærri fyrirtæki bæst í hóþinn. Hvað snertir stærð og umfang bera 4 fyrirtæki af, en þau eru Álafoss, Hilda h.f., SÍS og Prjónastofa Borgarness. Markaðir Helstu markaðssvæði ullariðn- aðarins eru þau lönd sem næst okkur liggja en þau eru V-Evrópa, Bandaríki N-Ameríku og Sovétrík- in. Þessi þrjú markaðssvæði eru töluvert ólík t.d. hvað varðar inn- flutningstolla, vöruflokka, kaup- endur og verðákvörðun. I Sovét- ríkjunum er ekki um neina tolla að ræða og samið er um fast verð til kaupenda. Yfirleitt eru gerðir stórir samningar við Sovétmenn og sam- ið er við ákveðna innkaupsaðila. Sovétmenn hafa aðallega keypt af okkur tvær vörutegundir, teppi og peysur. Áriö 1977 keyptu þeir 270 tonn af prjónavörum af (slending- um aðallega lopapeysur, en ár- ið eftir aðeins 77,1 tonn. Þetta er talið stafa fyrst og fremst af því að Sovétmenn hafi keypt peysur annars staðar frá en magnaukning var tæp 100 tonn 1979. Þetta dæmi sýnir hversu varhugavert getur verið að gera stóra samn- inga, því komi ekki annað í staðinn þegar svona mikil magnminnkun verður er hætt við verkefnaskorti. Kaup Sovétmanna á ullarteppum hafa hins vegar verið nokkuð stöðug en þó varð töluverð magn- minnkun 1979. Sovétmenn greiddu alls um 21% af því sem fékkst fyrir útflutta ull og ullarvöru 1979 en heldur lægra hlutfall árið á undan. Annaö svæöið er V-Evrópa en þar eru flest löndin meðlimir í Efnahagsbandalagi Evrópu, EBE, eða Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA. ísland hefur verið meðlimur í EFTA síðan 1970 og gerði sérstakan viðskiptasamning við EBE 1973 sem gilti til 1977 en síðan þá hafa (slendingar haft toll- frjálsan aögang að mörkuðum þeirra landa sem í samtökunum er. Mest er selt til Danmerkur enda hefur ullarvara verið lengst á markaði þar. Talið er að mun meira eigi að vera hægt að selja til EFTA og EBE landanna ef Dan- mörk er fráskilin, en markaður þar er talinn mettaöur. Þess má geta að danski markaðurinh gaf um 11% af heildarútflutningstekjum ullariðnaðarins 1979 en um 14% 1978. Þetta sama hlutfall er á milli 40 og 45% fyrir V-Evrópumarkaðinn í heild 1978 og svipaö 1979. N-Ameríkumarkaður gaf um 30% af heildarútflutningstekjum ullariðnaöarins 1979 en 32% 1978. Það sem skilur N-Ameríkumark- aðinn frá V-Evrópumarkaðnum er að í Ameríku er yfirleitt selt beint til smásala í stað heildsala eða gegnum umboðsmenn í Evrópu. Talað hefur verið um að reyna að selja meira beint til smásala í 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.