Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 65
Á MARKAÐNUM OG HÁLFA ÖLD STENDUR AF SÉR ERLENDA SAMKEPPNI Burstagerð er iðnaður, sem um áratuga skeið hefur staðist er- lendum keppinautum snúning á markaði hér á landi. Þessi iðnaður stendur á tiltölulega gömlum merg hér á íslandi og á dögunum átti Burstagerðin h.f. hálfrar aldar afmæli. Formlega var fyrirtækið stofnað 1. maí 1930 af Hróbjarti Árnasyni. Lengst af var fyrirtækið til húsa að Laugavegi 96. en í dag er fyrir- tækið til húsa í Auðbrekku 36 í Kópavogi og aö sögn Friðriks Hróbjartssonar framkvæmda- stjóra er ætlunin að byggja yfir fyrirtækið í Garðabæ og ýmis undirbúningur fyrir það hafinn. ,,Það má eiginlega segja að ég sé alinn upp í þessari grein", sagði Friðrik Hróbjartsson í viðtali við Frjálsa verzlun. ,,Pabbi haföi lært burstagerð í Kaupmannahöfn og er líklega eini íslendingurinn sem fékk meistararéttindi í greininni". Hróbjartur kenndi síðar bursta- gerð sem tómstundagaman við KFUM í Reykjavík. Burstar alls konar voru lengi vel geröir í höndunum af högum starfsmönnum fyrirtækisins. Eng- ar vélar voru notaðar til fram- leiðslunnar, og gerviefnin ekki komin til sögunnar, en aðeins dýrahár notað. í dag hefur orðið gjörbreyting á allri framleiðslutil- högun. Vélar leysa mannshöndina af hólmi og í stað dýrahára eru gerviefnin komin, en þau er,u með ýmsu móti, allt eftir því hvert nota- gildi burstans á að vera. Á venjulegu heimili í dag gegna burstar hverskonar mikilvægu hlutverki. Trúlega eru ekki færri en 20 gerðir af burstum allskonar á hverju heimili, allt frá tannburstum upp í grófa strákústa. Yfirleitt er hér um að ræða íslenska fram- leiðslu. Þó eru fluttar inn ýmsar gerðir, sem ekki þykir borga sig að framleiða hér, s.s. naglaburstar, fataburstar og baðburstar. Inn- flutningur er þó sáralítill miðað við það sem framleitt er hér heima. Burstageróin h.f. framleiddi á síðasta ári talsvert á þriðja hundr- að þúsund bursta af ýmsum gerðum og setti á markað hér. ,,Viö höfum ekki áhuga á að leita fyrir okkur á erlendum mörkuðum með framleiðsluna", sagði Friðrik Hróbjartsson. ,,Við teljum að þar sé við ramman reip að draga og leggjum alla áherslu á að fram- leiða staðlaða vöru fyrir innan- landsmarkaðinn, auk þess sem við framleiðum mikið fyrir ýmis ión- fyrirtæki, þá er um að ræða sér- stakar gerðir af burstum". Starfslið Burstagerðarinnar h.f. var talsvert fjölmennt á tímabili, en eftir að vélar komu til sögunnar hefur starfsliðinu fækkað. Það var árið 1944 að fyrsti vísirinn af vél- væðingunni kom frá Ameríku. Um 1950 störfuðu þó 14 manns hjá fyrirtækinu. Hálf sjálfvi rkar vélar komu 1956 til Burstagerðarinnar h.f. og fyrir alvöru hófst vélvæó- ingin svo 1962. Nú vinna níu manns hjá fyrirtækinu og fram- leiðslan aldrei meiri en nú. Sem dæmi um afköst véla eins og þeirra sem fyrirtækið ræóur yfir má nefna að framleiða má 500 gólfskrúbbur á einum vinnudegi og aðeins einn starfsmaður sér um vélina. Friðrik kvaðst einnig notast við lífræn efni í nokkrar tegundir bursta, einkum svínshár og hross- hár, sem flutt er inn frá Kína. Þannig er enn útilokað að nota gerviefni í skóbursta svo nokkuð sé nefnt. ,,Það má segja að hvert land hafi sína línu í gerð og útliti bursta, og við höfum haldið okkur viö skan- dinavísku línuna, hún hefur líkað mjög vel hér á landi". Dreifing á framleiðslu Bursta- gerðarinnar h.f. fer að miklu leyti fram gegnum nokkrar heildversl- anir í Reykjavík, en auk bursta- framleiðslunnar flytur Burstagerð- in h.f. inn allskonar málningarvör- ur, t.d. málningarrúllur og sköfur, ásamt þveglum og mottum og öðrum hreinlætisvörum fyrir sjúkrahús, skóla og ýmsar stofn- anir. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.