Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 27

Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 27
Gamla flugstöðin. Löngu úrelt og uppfyllir engan veginn þarfir starfsmanna og flugfarþega. Nýja flugstöðin í Keflavík vígð í febrúar 1984... Markús Örn Antonsson Ný og stórglæsileg flugstöövarbygging á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í febrúar 1984 með viðeigandi hátíðarbrag. Fyrirvarinn er stórt EF, þ.e.a.s. ef ríkisstjórn íslands afgreiðir þær teikningar og áætlanir, sem þegar liggja fyrir og Ólafur Jó- hannesson, utanríkisráðherra, hefur fullan hug á að hrundið verði í framkvæmd hið fyrsta. Komist ríkisstjórnin að jákvæðri niður- stöðu innan tíðar geta framkvæmdir hafizt í ágústmánuði en reiknað er með að verkinu verði að fullu lokið á 30 mánuðum. Allt er þetta háð því að Alþýðubandalagsráðherrar í ríkisstjórninni veiti jáyrði sitt í flugstöðvarmálinu, en þeir hafa hingað til gagn- rýnt þessi áform einkanlega með tilliti til að fyrirhugað hefur verið að byggingin yrði fjármögnuð að verulegum hluta af bandarísku fé. Árið 1968 var fyrst farið að huga aö því að aðskilja almenna flug- starfsemi á Keflavíkurflugvelli frá starfsemi varnarliðsins. Unnu ís- lenzkir og erlendir sérfræðingar skýrslur um málið. Með endur- skoðun á varnarsamningnum 1974 var mörkuð stefna um þátt ríkisstjórnar Bandaríkjanna í þessum málum. Fyrir ári samþykkti Bandaríkjaþing síðan 20 milljón dollara fjárveitingu til flugstöðvar- byggingarinnar en það er um helmingur af áætluðu kostnaðar- verði. Auk þess munu bandarísk yfirvöld kosta gerð flugvélastæða, eldsneytisgeyma undir þeim, að- keyrslubrauta og bílvegar að nýju byggingunni. Alls mun sá kostn- aður sem fellur á Bandaríkin nema 25—30 milljónum dollara. 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.