Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.03.1981, Qupperneq 42
Bátur Elisar Johnasson sem eyðir um 1000 lítrum minna á viku, en hlið- stœðir bátar sem stunduðu sömu veiðar. Volvo Penta systurvélarnar stórdraga úr olíukostnaðinum Það er kunnara en frá þurfi að segja að eitt aðalvandamál útgerðar- innar á íslandi og raunar hvar sem er í heiminum er hinn gífurlegi olíu- kostnaður. Þegar hafa margþátta ráð- stafanir verið gerðar til þess að draga úr þessum kostnaði og ýmislegt áunnist, en samt sem áður er hér um kostnaðarlið að ræða sem er að sliga mörg útgerðarfyrirtæki. Margar vélaverksmiðjur hafa reynt að svara þessari þróun með endurbótum á framleiðsluvörum sínum, en árang- urinn er að vonum misjafn. Ein Volvo TA MD 120 b systravél. helsta nýjungin sem fram hefur komið á þessum vettvangi er frá Volvo-verksmiðjunum í Svíþjóð, og er þar um að ræða sex strokka línu- byggðar díselvélar með forþjöppu og eftirkælingu. Hafa vélar þessar reynst einkar vel bæði sem systurvél- ar og ein vél með viðeigandi aflsviði, og orðið til þess að minnka olíu- kostnað til mikilla muna. Systurvélarnar frá Volvo Penta, eru léttari og fyrirferðarminni en tvær sjálfstæðar vélar og sparast þannig dýrmætt rými í skipunum. Mörg fiskiskip nota fullt vélarafl í tiltölulega stuttan tima, t.d. þegar verið er að sigla á miðin eða af mið- unum, en í mörgum tilfellum þarf minna vélarafl við veiðarnar sjálfar og fiskileit. í þeim tilfellum bjóða systurvélarnar upp á meiri mögu- leika en ein vél, og þær eyða einnig mun minni olíu en ein vél við sama álag. En eitt atriði er þá ónefnt og er það í rauninni ekki það veiga- minnsta. Er hér átt við öryggið á skipunum, þar sem nægjanlegt er að önnur vélin gangi til þess að skipið geti farið ferða sinna. Auk þess hefur systurvélin einnig fleiri aflúttök fyrir aukabúnað, svo sem dælur, þjöppur, rafala og spil. Þótt það sé fyrst nú sem slíkar systurvélar eru verulega að ryðja sér til rúms í fiskiskipum, er fengin mikil reynsla á slíkt kerfi, þar sem slíkar Volvo Penta vélar hafa verið í ferj- um, tankskipum og togskipum í mörg ár. Eru þeir sjómenn sem fengið hafa slíkar vélar í báta sína undrandi á hagkvæmni þeirra sem fylgir þeim og má þar vitna í orð gamalreynds sænsks skipstjóra, Elisar Johnassonar, sem gerir út fiskibátinn m.b. Ekfors frá Fiskeback í Svíþjóð. Hann skipti á gömlu vél- inni í bátnum og AMD 120 B systur- vél með tvöföldum gír, og eftir nokkra reynslu hafði hann þetta að segja: „í samanburði við sjómenn á samskonar bátum sem veiða á sömu miðum og ég, nota ég 1000 lítrum minna af eldsneyti á viku en þeir. Aðeins eldsneytissparnaðurinn greiðir vexti og annan kostnað af nýju vélinni, auk þess sem minn bát- ur gengur miklu betur en hinir bát- amir. Það eru líka út af fyrir sig mikil meðmæli með þessum vélum að sænska slysavarnafélagið keypti fyrstu Volvo Penta systurvelina árið 1955. Síðan þá eru slíkar vélar komnar í flesta báta félagsins, og hefur Volvo nú nýlega sett niður TAMD 120 B vélar með tvöföldum gír í nýjan bát slysavarnafélagsins, Olof Wallenius, en bátur þessi verð- ur væntanlega sjósettur og tekinn í notkun nú í sumar. Einn Porsche á mann! Menn brostu í kampinn þegar vestur-þýsku Porsche-versmiðjurnar kynntu nýja gerð Porsche-bifreiða fyrtr skömmu, Porsche 928 Targa Sedan. Ekki að bifreiðin væri bros- leg, þvert á móti, heldur vegna þess að sá er kynnti bifreiðina lét þau orð falla að Porsche 924 væri kjörbifreið húsmóðurinnar á heimilinu, Porsche 911 SC væri bifreið fyrir soninn og Porsche 928 Targa Sedan væri bif- reið fyrir heimilisföðurinn. Lét ein- hver viðstaddra orð falla um að það væri þá eins gott að heimilisfaðirinn ætti líka olíulindir, því að enginn þessara bifreiða er af ódýrara taginu, þótt ekki sé kveðið fastar að orði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.