Frjáls verslun - 01.03.1981, Page 45
r
Islandskynning
með hraði
Viðskiptafulltrúinn fann upp
erlendar nafngiftir á myndverkin í
samráði við batiklistakonuna.
Veitingastjórinn mundaði
hamarinn og festi upp
landkynningarmyndir í
sýningarsalnum. Fulltrúi
útflutningsmiðstöðvarinnar
skreytti borð með íslenskum
fánum og í hliðarherbergi voru
sýningarstúlkurnar tvær að spóka
sig í ullarflíkunum, sem þær áttu
að klæðast á íslandskynningunni
um kvöldið.
Markús Örn Antonsson
Við erum stödd á Hótel
Aerogolf í Luxemborg
þriðjudagsmorgun í
janúar. í hönd fer mat-
vælakynning á hótelinu,
þar sem íslenskur matur
verður á boðstólum. Til-
efnið verður notað til að
kynna ísland og fleiri ís-
lenskar útflutningsvörur.
í því skyni eru þau komin
til Luxemborgar Sveinn
Björnsson, viðskiptafull-
trúi sendiráðsins í París,
Hilmar Jónsson, veit-
ingastjóri á Hótel Loft-
leiðum, Hulda Kristins-
dóttir, fulltrúi Útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins,
Sigrún Jónsdóttir, batik-
listakona og sýningar-
stúlkurnar Auður Guð-
mundsdóttir og Hiíf
Hansen.
c>
Litmyndir frá Islandi, íslenzkir fánar
og fleira skraut prýddi borð og
veggi í móttökusal Hotel Aerogolf,
þar sem Hulda Kristjánsdóttir,
fulltrúi Útflutningsmið stöðvarinnar
var önnum kafinn við
lokaundirbúninginn.
45