Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 46

Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 46
Prjónafatnaðurinn nýkominn upp úr kössunum í Lux- emborg. Tízkusýningarstúlkurnar Auður Haraldsdóttir og Hlíf Hansen ganga úr skugga um að ekkert vanti. — Hvernig verður svona sýning til? Hver á frum- kvæðið? Sveinn: Tildrögin geta verið með ýmsum hætti, þegar farið er af stað með kynningar eða vörusýn- ingar erlendis. í þessu tilviki var það hótelið, sem sýndi áhuga á að kynna íslenzk matvæli og auövitað tengdist sá áhugi hagsmunum Flugleiða og flugsins milli (slands og Luxemborgar. Annars getur þetta gerzt á ýmsan hátt. Oftast eru það útflytjendur eða Flugleiðir, sem eiga frumkvæðið. — Hér á að bera fram íslenzkan mat og sýna ís- lenzkar ullarvörur. En það verða líka íslenzk batik- listaverk á veggjum hér meðan matvælakynningin stendur. Er íslenzk list orðin útflutningsvara? Hilmar: Þessi listkynning getur tæpast flokkast undir beina utanríkisverzlun. Hún er frekar ætluð til aö gefa kynningunni aukinn menningarlegan blæ. Þetta er í sjálfu sér ekki nýmæli. í fyrra voru fengnir tveir íslenzkir listamenn til að sýna myndverk sín á matvæla- og vörukynningu, og almennri landkynn- ingu sem fram fór í nokkrum borgum í Frakklandi. Annars má bæta því við um undirbúning þessarar kynningar hér í Luxemborg, að ætlunin var að halda „Hvað elgum vlð að kalla hana á ensku?“ spyr lista- konan Sigrún Jónsdóttir um leið og hún virðir fyrir sér eina af batikmyndum sínum ásamt Sveini Björnssyni, viðskiptafulltrúa sendiráðsins í París. hana í október. Málinu var svo slegið á frest vegna óvissunnar um framhald flugs Flugleiða hingað. Og það eru aðeins um tvær vikur síðan endanlegar dag- setningar lágu fyrir. — Það er ekki langur fyrirvari. Var hægt að gera kynninguna þannig úr garði, á þessum stutta tíma, að menn megi vel við una? Hulda: Auðvitað er þetta skammur tími og nokkur hraðsuða á þessu fyrir bragðið. Það var kannað, hvort grundvöllur væri fyrir stærri vörusýningu í tengslum við matvælakynninguna hér á Aerogolf. Við höfðum þá í huga verzlunarmiöstöðina La Belle Etoile. Slíku var þó ekki hægt að koma í kring með svo skömmum fyrirvara en við höfum góð orð þeirra í verzlunarmiðstöðinni um að íslenzk vörukynning geti farið þar fram næsta haust, t.d. í október. — Er Luxemborg góður markaður fyrir íslenzkar útflutningsafurðir? Sveinn: Það ætti að vera hægt að selja ullarvör- urnar hérna. Vetrarveður eru ekki óþekkt hér um slóðir. Það hefur eitthvað verið um prjónavörur að heiman í þessari verzlunarmiðstöð og þess vegna gæti vörukynningin stutt það framtak, sem þegar hefur verið reynt í markaðsmálunum hér. — Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að það þjóni einhverjum tilgangi að fara af stað með íslenzka vörusýningu erlendis? Sveinn: Menn þurfa auðvitað í fyrsta lagi að hafa trú á markaðnum út frá aðstæðum. En aðaláherzlu vil ég leggja á umboðsmennina. Það þarf að vera umboðs- maður starfandi á viðkomandi svæði, þegar sýning ferfram, þannig að hún styrki hann í sölustarfi eða að hann geti tekið við í beinu framhaldi af sýningunni. Þegarsýningarnarfóru fram í Frakklandi ífyrra háði 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.