Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 12
 / STIKLAÐ A STORU Harrls lávarður f ræðustólnum á vlðskiptaþingi. Nýjungar á kaupþingi Töluverðar nýjungar hafa komið fram hjá fyrirtækinu Kaupþing hf. sem nýlega tók til starfa í Húsi verslunar- innar við Kringlumýrarbraut. Þar er, sem kunnugt er starfrækt alhliða ráðgjafar- þjónusta og fasteignasala, ásamt fleiru. Eitt hiö allra nýjasta er á svið fasteignasölunnar. Bú- ið er að taka í notkun tölvu við fasteignaviðskiptin. Inn í tölvu þessa eru færðar allar upplýsingar um eignir sem á boðstólum eru hverju sinni og einnig óskir og þarfir þeirra kaupenda sem sýna áhuga á viðskiptum. Þannig má labba sig inn í Kaupþing, lýsa óskum sínum um stærð, herbergjafjölda, staðsetn- ingu og útlit þess húsnæðis sem leitað er að. Þegar tölv- an hefur meðtekið þessar upplýsingar, hefst hún þeg- ar ,,handa" við að leita eftir hvort slíkt húsnæði er að finna á söluskrá fyrirtækis- ins. Ef ekkert finnst sem hentar nákvæmlega þeim lýsingum sem gefnar voru, færir hún fram það sem næst kemst óskum kaup- andans. Þetta virkar svo að sjálfsögðu einnig öfugt. Önnur nýjung er að hægt er að fá sölu- og kaupsamn- inga framreiknaða til nú- gildis um leið og tilboð eru gerö. Þannig getur seljandi séð um leið hvers virði þeir peningar eru raunverulega sem hann fær til afborgunar af skuldabréfi eftir þrjú til fjögur ár. Og að sama skapi getur kaupandi reiknað út hversu mikil greiðslubyrði hans verður þegar fram líða stundir. Að sjálfsögðu eru hækkanir áætlaðar við slíka framreikninga, en óneitan- lega er þetta þjónusta sem lengi hefur vantað og mætti gjarnan komi á fleiri stöðum, svo sem hjá bönkum og öðrum lánastofnunum. Frumskógarpólitík Heiðursgestur Viðskipta- þings Verslunarráðs sem haldið er um miðjan febrúar var hagfræðingurinn Harris, sem prýddur er lávarðartign að auki og á sæti í lávarðar- deild breska þingsins. i ræðu sinni gerði hann að umtalsefni samkeppni og val í viðskiptum annars vegar og stjórnmálum hins vegar. Fór hann ómjúk- um orðum um þá þróun sem orðiö hefur í öllum vestrænum lýðræðisríkjum aö ríkisafskipti hafa stóraukist, þrátt fyrir að víða sætu í valdastólum menn sem í hjarta sínu væru slíku andvígir. Um þetta sagði lá- varðurinn m.a.: „Stjórnmálamenn reyna ekki að afla sér valds með því að beina máli sínu til einstakra neytenda, sem allir hafa sama haginn af góöri þjónustu á lágu verði. Þeir reyna þetta heldur með því að snúa sér til sérhagsmunahópa, einstakra framleiðenda, leigjenda, bænda, verkalýðsrekenda, lífeyrisþega, foreldra, náms- manna og jafnvel kvenna. Allir sjórnmálaflokkar kaupa at- kvæði af kjósendum með sérstökum fríðindum, styrkj- um, verðlagshöftum, vernd- unartollum, skattaafslætti lagalegum sérréttindum verkalýðsfélaga, svonefndri „ókeypis" velferð og öllum öðrum hugsanlegum ráðum. Við vitum það öll, að þessi fríðindi kosta sitt. En það veldur stjórnmálamanni, sem keppist við að kaupa sér vald, litlum áhyggjum ... kostnaö- urinn dreifist á óteljandi skatt- greiðendur og er oft falinn í söluskatti, tollum og vöru- gjaldi sem leggst við verð vöru. Árangur í stjórnmálasam- keppni næst þannig með því að dreifa almannafé, svo allir sjái og laumast síðan í vasa manna. Þetta er bein spilling ... Stjórnmálamenn kaupa atkvæði af kjósandanum á einskis kostnað annar en hins trúgjarna kjósandi." Niðurstaða lávarðarins er síðan sú að það er ekki kaup- sýslumaðurinn heldur stjórn- málamaðurinn sem starfar samkvæmt lögmáli frumskóg- arins. Það er því óheft ríkis- vald sem ætti að telja lögmál frumskógarins. Orð í tíma töluð. Væri ekki ráð nú þegar kosningaloforð- in fara að hellast yfir okkur í ómældu magni og heitari en nokkru sinni, að senda öllum stjórnmálamönnum sem lofa gulli og grænum skógum, afrit af ræðu þessa ágæta lávarö- ar. Kannski þeir fari að átta sig á því að einstaklingurinn er fullkomlega fær um að færa eigið fé á milli eigin vasa. Stjórnmálamaðurinn er þarna óþarfa milliliður og lengir ekki aðeins leiðina, heldur veldur því að aurarnír skila sér bæði seint og illa. Nýtt Hótel á Akureyri Heyrst hefur að eigendur Sjalians á Akureyri hugsi nú til byggingar nýs hótels á Akur- eyri. Mundu þeir með því bæta úr brýnni þörf því hótel- skortur stendur mikið í vegi fyrir ferðamannastraumi til bæjarins, hvort sem er sumar eða vetur. Kvíða margir þeim vanda, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma upp þegar Flugleiöir hefja áætlunarflug milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar næsta sumar. Kaupfélag Eyfirðinga hefur lengi haft uppi áform um stækkun Hótel KEA en ekkert orðið úr framkvæmdum og hafa þær áætlanir reyndar verið á hilluna lagðar í bili a.m.k. En hvað KEA gerir ef einstaklingar fara af stað er svo annað mál. Kaupfélagið hefur hingað til veitt einka- rekstrinum einarða sam- Frh. á bls. 89 12 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.