Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 23

Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 23
Skulu hér nefnd nokkur dæmi, sum hafa komist á síður dagblað- anna, um önnur hefur verið hljótt. Mokaði kjötinu upp með mold og öllu saman Offramleiðsa er hér á landi á hrossakjöti, eins og raunar er í flestum greinum landbúnaðar. Nokkuð hefur verið gert í því að afla markaða erlendis fyrir hrossakjöt, og þar kom, að Frakk- ar reyndust fúsir að kaupa all nokkuð magn til reynslu. Skyldi kjötið hanga í ákveðinn tíma og skorið sérstaklega að ósk Frakk- anna, áður en flogið yrði með það til Parísar. Þar kom, að fyrsti farm- urinn skyldi fara utan, og var heil- um bílfarmi komið á yfirbyggða vörubifreið er flytja skyldi vöruna til Keflavíkurflugvallar. Á leiðinni vildi hins vegar ekki betur til en svo, að kjötið féll af stöngunum í bílnum er það hékk á, og hluti farmsins fór alla leið út úr bifreið- inni og hafnaði í vegarkantinum. Er nú ekki að orðlengja það, að flutningsmennirnir gerðu sér lítið fyrir, hengdu kjötið aftur upp, og sópuðu það mesta af því sem farið hafði niður í mölina og rykið. Komu þeir farminum í tæka tíð til Kefla- víkur, og sáu hinir ánægðustu á bak flugvélinni er hún hélt áleiðis til meginlands Evrópu með sum- arstaðið íslenskt stóð innanborðs, niðurskorið og sneitt eftir kúnstar- innar reglum. Ánægjan var hins vegar ekki eins mikil hjá Frökkum er þeir fór að kenna ketið ytra. Allt meira og minna marið, og það sem verra var og ótrúlegra: Ekki varð betur séð en möl og sandur væri á hluta kjötsins, og þurfti enga smásjá til að sjá það. Kjötinu var því fleygt, þar sem ekki kom til mála að bjóða nokkurri siðmenntaöri þjóð uppá það, og ekki kom til tals að senda greiðslu til íslands fyrir vöruna. Ekki mun öll von úti um að takast megi að selja hrossaket til Frakk- lands, en svo mikið er víst, að ekki er það að þakka útflytjendunum sem hér er frá sagt. Þeir hafa ekki aðeins skaðað sjálfa sig, heldur beint og óbeint alla útflytjendur á íslandi. 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.