Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 29

Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 29
hólsvík, og svona áfram og áfram. Hér mætti halda stórkostlega sýn- ingu og skemmtan í viku eða skemur, ég hef ekki áhyggjur af því að ekki verði nóg um að vera. Útlendingarmyndukomahingað á þeim tíma sem léleg nýting er á hótelum og tiltölulega lítið að gera hjá flugfélögunum. Þeir myndu kaupa hingað ,,pakkaferðir“, það er flugfar og hótelgistingu, auk aðgöngumiða að öllum atriðum sýningarinnar, matarmiða og þess háttar. íslendingum og þeim er ekki kæmu á þessum kjörum gæf- ist síðan kostur á að kaupa sig inn á hvert atriði fyrir sig. Við íslendingar hrósum okkur oft af því að vera sérstök þjóð sem býr í sérstöku landi. Við eigum ekki að vera feimin við að notfæra okk- ur það, að hafa tekjur af ferða- mönnum eins og allar aðrar þjóðir gera. Við förum til útlanda og dá umst að menningu og listum, sjá- um frábæra skemmtikrafta og listamenn, borðum góðan mat og kaupum vörur, sem við sjáum ekki dags daglega hér heima. — Þetta getum við boðið útlendingum uppá hér. Við eigum að bjóða sjó- stangaveiði, sund í heitu vatni, hestaferðalög um nágrenni höf- uðborgarinnar, ökuferð í Eden í Hveragerði, lofa útlendingum að bragða reykt lambakjöt, hangi- kjötið okkar, kynna þeim jafnvel svið og þorramat, sýna þeim orku- verin, og svona endalaust áfram! Við höfum margt að bjóða ekki síöur en aðrar þjóðir. Frábæra listamenn — jafnvel óperu á heimsmælikvarða — sérkennileg- an mat, óvenjulegt landslag, ein- kennilegt land byggt þjóð með stórbrotna menningu og athyglis- vert þjóðlíf. Það er ekki vandi að laða útlendinga að landinu ef rétt er á spilum haldið." Átak á vegum SÁÁ Það hefur vart farið fram hjá mörgum, að nú stendur yfir mikið fjáröflunarátak á vegum SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið. Átaki þessu er beint að sjúkrastöð SÁÁ sem verið er að reisa við Grafarvog í Reykjavík. Aðferðin við þessa fjáröflun er nokkuð nýstárleg. Hún felst í því að flest heimili og fyrirtæki í land- inu fá þessa dagana send gjafa- bréf með beiðni um samþykki og er viðtakendum ætlað að senda bréfin til baka. Reyndar eru það karlmenn á aldrinum 30—70 ára sem skrifaðir eru fyrir þréfunum, en þar sem vitað er að almennur áhugi er fyrir því að styrkja málefni SÁÁ eru bréfin höfð tvö, annað áritað, en hitt ómerkt fyrir þá aðra sem vilja vera með. Gjalddagar gjafabréfanna eru 5 talsins, sá fyrsti 5. júní næstkom- andi en sá síðasti ári seinna eða 5. júní 1984. Afborgun í hvert skipti er 360 krónur, en bréfin eru bæði vaxtalaus og óverðtryggð, auk þess sem slíkar greiðslur eru að fullu frádráttarbærar til skatts. En þar með er ekki allt upp talið. Hvert bréf gildir jafnframt sem happdrættismiði. Fimm sinnum, eða á hverjum gjalddaga, verða dregnir út 10 vinningar að upp- hæð kr. 100.000 hver eða samtals ein milljón króna í hvert skipti. Söfnunin er gífurlega umfangs- mikil og munu milli fimm og sex hundruð manns starfa að henni í allt. Þar á meðal er fjöldi áhuga- manna og félaga og má nefna JC-hreyfinguna sem heitið hefur myndarlegum stuðningi. Það er útgáfufyrirtækið Frjálst framtak hf., sem annast söfnunina fyrir hönd SÁÁ, en framkvæmdastjóri hennar er Valdimar Jóhannesson. Mikil eftirvænting ríkir í hugum SÁÁ-manna og annarra sem áhuga hafa á baráttunni við áfengisvandamálið, með að taka í notkun nýju sjúkrastöðina. Þar munu rúmast um 60 sjúklingar og er ætlað að opna í október. Á þeirri sjúkrastöð sem fyrir er rekin að Silungaþolli dvelja að jafnaði um 38—40 manns en mikill fjöldi er alltaf á biðlista svo þörfin er brýn. Auk þessa eru starfræktar tvær eftirmeðferðarstöðvar að Sogni í Ölfusi og Staðarfelli í Dölum, svo samtals eru það um 100 manns sem SÁÁ sinnir daglega í barátt- unni við áfengisvandamálið. Það þarf vart að tíunda hvílíkt böl áfengið hefur leitt yfir marga, ekki einungis þá sem neyta þess í óhófi, heldureinnig aðstandendur þeirra, ættingja og vini. Þegar hefur SÁÁ náð undraverðum árangri, þó aðeins séu um fimm ár síðan samtökin voru stofnuð. En vandinn er enn mikill og þörfin á aðstoð brýn. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.