Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 45

Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 45
markaði, aó hún ásamt þeim rekstraraðgerðum, sem stjórn félagsins hefur gripió til nái aó rífa það upp úr táradalnum, skal ósagt látið. Eitt er þó víst að hvort atriðið eitt sér mun tæpast duga. Draga margir kunnugir það í efa að sú mikla aukning hlutafjár, sem ákveðin hefur verið muni verða til ann- ars en aó lengja dauðastríð fyrirtækisins gerist ekki krafta- verk á sjálfum markaðnum. Svo erfið er staöa félagsins. Auk vandamála, sem stafa af áóurnefndu offramboði á flutningsgetu, lágum farm- gjöldum og lítilli eftirspurn, hefur Cargolux borið þungar greiðslu og vaxtabirgðir. Fyrir nokkrum árum fjárfesti félagið í tveimur nýjum Boeing 747 vöruflutningavélum en um sama leyti urðu miklar hækk- anir á vöxtum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Fjármagns- kostnaður varð því óheyrilegur um leið og rekstrargrundvöllur þessara dýru flugvéla veiktist stööugt af markaðslegum or- sökum. Kreppan í fluginu varð jafnframt til þess aó framboó jóks verulega á notuðum flug- vélum þannig að flugvélaverö snarlækkaði. Cargolus hefur því verió ómögulegt að selja þessar vélar nema með miklu tapi, þar sem markaðsverð þeirra er langt fyrir neóan bók- fært verð þeirra. Nú er svo komið að Cargolux hefur aðeins eina flugvél í rekstri, þ.e. aðra Boeing 747 þotuna. Hinni hefur verið lagt ásamt tveimur DC 8 þotum þar til verkefni hafa fundist fyrir þær. Playboy að brenna út Playboy veldið, sem eitt sinn bar svo ríkulegan ávöxt man nú sinn fífil fegri. Eftir að hafa gert margar tilraunir, flestar misheppnaðar, til að dreifa rekstrinum á fleiri rekstrarþætti er eigand- inn og stofnandinn, Hugh Hefner nú neyddur út í mjög óþægilega fjármála strip-tease. Bresk yfir- völd hafa stöðvað gróðapottinn mikla, spilavítin, og blaðið, sem allir lesa „vegna hinna merkilega greina“ hefur hrapað í upplagi og misst auglýs- ingar. Dóttir Hefner, hin þrítuga Christie ætlar nú að snúa þróuninni við með því að leggja vaxandi áherslu á kapalsjónvarp. Fyrir nokkrum vikum síðan krýndi tímaritið Playboy „Playmate of the year“, leikfé- laga ársins, í veislu í Beverly Hills í Los Angeles, sem mun vera í röð fínni íbúðarhverfa í veröldinni. Veisluna hélt Hugh Hefner, sem stofnaði Playboy fyrir rúmlega 25 árum. Veislan var haldin í „Playboy Mansion", en sú bygging líkist meir höll en húsi og þar er að finna bústaó og skrifstofu Hugh Hefners. Framan viö ólg- andi foss í blómstrandi grasa- garði tilkynnti Hefner val leik- félaga ársins, Shannon Tweed, en svo hittist á að hún var jafn- framt nýjasti ,,leikfélagi“ hans. En kampavínið flaut ekki í jafn stríðum straumum og áður við svipuð tækifæri. Frá því í októ- ber 1981 hefur Playboy sam- steyþan dansað strip tease og þurft að kasta af sér átta af tólf starfsgreinum. Af veldi, sem fyrir rúmu ári síðan réði yfir hótelum, nætur- klúbbum, bókaútgáfu, spilavít- um, kvikmyndaverum og allt niður í plötuútgáfu stendur varla meira eftir en mánaðar- blaöið Playboy, sem keypt er af 5,2 milljónum karlmanna út um allan heim ,,vegna hinna merkilegu greina og viötala". En uppskurðurinn á Playboy hefur ekki gengið átaklaust fyrir sig. Hugh Hefner, stjórn- arformaðurinn, hefur talið sér þægilegra að stjórna aðgeró- um frá lystihýsi sínu í Beverly Hills en aðalstöðvunum í Chic- ago. Forstjóra fyrirtækisins, sem sat í Chicago hefur verið sagt upp störfum og í staóinn hefur Hefner ráðið dóttur sína Christie Hefner til aö stjórna fyrirtækinu. Vandamál Playboy byrjuðu fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Bretlandi ákváöu að endurnýja ekki leyfi til að reka spilavíti þar. Sú ákvörðun varð mikið áfall fyrir Playboy. Síðasta sumarið sem þau voru starf- 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.