Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 46
rækt kom 85% af hagnaði fyrir-
tækisins frá þeim. Með veltu
upp á 95 milljónir dollara skil-
uðu spilavíti Playboy í London
hagnaði upp á 39 milljónir
dollara.
En þaö er ekki bara rekstur
spilavítanna, sem gengið hefur
úrskeiðis. í fyrra neyddist fyrir-
tækið til að leggja niður eða
selja hljómplötuútgáfuna og
kvikmyndaframleiösluna, en
báðir þessir rekstrarþættir hafa
kostað Playboy milljónir doll-
ara vegna taprekstrar. Bókaút-
gáfan er líka til sölu.
Að auki hefur Playboy selt
tvö stór hótel í Bandaríkjunum,
sem rekin hafa verið með halla,
og fækkað næturklúbbum þar í
landi úr 12 í 5. Jafnvel á sér-
sviói sínu, blaðaútgáfu, tókst
Playboy ekki sem skildi með
útgáfu á Qui Magazine sem selt
var í fyrra.
Hugh Hefner á ekki síst sjálf-
ur sök á því hvernig hallað hef-
ur á ógæfuhliðina. Hann gerði
stefnu blaösins, Palyboy aó
eigin lífstíl og þar af leiðandi
hafa margar kvennahreyfingar
úthróþaö hann sem ,,karl-
rembusvín allra karlrembu-
svína“. Kanínuhópurinn og
strippurnar, sem hann jafnan
hafði til fylgdar urðu ekki beint
til að skapa honum virðingu.
Hann fór sjaldan úr lystihýsi
sínu og varð frægur fyrir að
fara sjaldan á fætur fyrr en eftir
sólsetur. Álit Hefners og orð-
spor áttu líklega sinn þátt í að
bandarískum og breskum
spilavítayfirvöldum leist miður
vel á leyfisveitingu til Playboy.
Ástæðan fyrir því að bresk yfir-
völd endurnýjuðu ekki spilavít-
isleyfin voru þær aö þau grun-
Playboy Magazine.
Kapalsjónvarp-
Einkaleyfl.
Næturklúbbar.
Spllavíti Bretlandi.
Spllavíti Bandaríkjunum. Hótel.
Kvikmyndir.
Bókaútgáfa.
Hljómplötur.
Bingo og veðmál.
OUI Magazine.
46