Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 51

Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 51
Það eru y, gri kynslóðirnar, sem eru að skapa ný orö og orðtök." — Þú hefur sagt að Milton Friedman sé „hagfræðingur, sem lagt hefur af stað til að frelsa heiminn", á meðan þú kjósir fremur að „athuga hvernig heim- urinn hagar sér“. Nú ert þú sjálfur í sviðsljósinu. Ætlarðu að taka þér stöðu við hlið Friedmans við götuvígin? ,,Á blaðamannafundinum i Hvíta húsinu þögguðu embættismenn forsetans niður í mérog drógu mig síðan úr ræðustólnum. Eftir það lá við að dyrnar mínar í Chicago féllu inn undan sjónvarpsmönnum sem vildu viðtöl. Ég gaf engin. Ég hef yfirleitt alltaf forðast opinbert líf. Nær allt sem ég skrifa og segi er beint til fagmanna. Nú á ég hins vegar kost á því að verða opinber persóna, en hvort ég tek því hef ég ekki enn ákveðið. Greiðslurnar fyrir að koma fram eru þó mjög freistandi. Ekki svo að skilja að mig vanti peninga, en þeir gæfu mér tækifæri til að spilla börnunum mínum aðeins meira.“ — Hvað er um miklar greiðslur að ræða? ,,Toppgreiðslur eru í kringum 20.000 dollara. I þeim flokki eru Henry Kissinger og Milton Fried- man. Mér bjóðast 5.000—10.000 dollarar. En mér líkar lífið eins og það er. Mér finnast akademikar áhuga- verðasta fólk sem til er. Ég hef ekkert á móti fólki úr viðskiptaiíf- inu, en ég hitti það þara á golfvell- inum.“ — Það hlýtur þó að vera ánægjuefni að hagfræðingar veki þá eftirtekt sem þeir gera og fái mikið pláss í fjölmiðlum? ,,Við erum á blómaskeiöi hag- fræðinganna. Hagfræðingar eru konungar samfélagsvísindanna. Því erfiðaran sem efnahags- ástandið er því meiri áhugi er okkur sýndur. Hagfræðingar munu standa styrkri stöðu um ókomin ár. Við höfum komið okkur vel fyrir." — Þú ert einn af fremstu hag- fræðingum í hinum sk. Chicago- skóla. Andstæður skóli er fram- boðshagfræðin. Sjónarmið? ,,Ég tel ekki að til sé kenning um framboðshagfræði, sem hægt er að nefna nokkru nafni. Ég hef ekki séð neitt fært fram af viti um fram- boðshagfræöina. Þeir hafa rétt í að sé álögum létt aukist fram- leiðsla og hagvöxtur. En ég hef ekki trú á því að tekjur ríkisins aukist alltaf þegar skattálögum er létt. Það heldur Arthur Laffer. En engar sannanir eru fyrir þessu. Maður getur ekki horft framhjá þeim vandamálum, sem leiða af hallarekstri ríkisins og haldið að framboðshagfræðin feli í sér alla lækningu. Framboð og eftirspurn eru eins og bæði blöðin í skærum. Án þeirra beggja er ekki hægt að klippa pappír. Gleymið ekki að þegar austurrísku hagfræðingarn- ir komu fram með eftirspurnar- kenningarnar, héldu margir að hægt vum að notast bæði við eftirspurnar- og framboðskenn- ingar." — En framboðshagfræðing- um, með Arthur Laffer í broddi fylkingar, hefur tekist betur að út- 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.