Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 53
breiða kenningar sínar en öðrum hagfræðiskólum. ,,Ef framboðskenningarnar eru vinsælar og útbreiddar er það í þínum heimi en ekki mínum. Ég lifi í heimi þar sem The Journal of Political Economy ræður ríkjum. Reyndar er ég sjálfur ritstjóri þess rits. Og í því höfum við ekkert birt um framboðshagfræði. I þínum heimi ræður Wall Street Journal og New York Times og önnur blöð, sem fjalla að hluta um efnahagsmál. Þar eru fram bornar allar nýjustu tískuflugur í hag- fræði. Ég segi ekki að þinn heimur sé án mikilvægis — til skamms tíma litið hefur hann kannski meiri áhrif." — Þetta voru hörð orð um framboðshagfræðingana. Hvað með hina keynesisku? „Toþþhagfræðingar eru til á öll- um vígstöðvum. Hvað Keynes snertir munu ekki margir ungir hagfræðingar vera hrifnir af kenn- ingum hans. Keynesistar, hvað hafa þeir fram að færa? Hvað gerðu þeir í tíð Carters forseta? Það er ekki markmiðið, sem að- skilur hina ýmsu skóla hagfræð- innar — allir vilja núll verðbólgu, fulla atvinnu og vænan hagvöxt. Það eru ekki til neinar leyniupp- skriftir, sem allir skólar þekkja ekki. Ágreiningurinn milli þessara skóla snýst um einstaka málefni." — Kenningar Chicagoskólans hafa náð fótfestu og njóta nú stuðnings úr Hvíta húsinu og víða í Evrópu. Berðu þér á brjóst? ,,Fyrir það fyrsta eru til fleiri Chicagoskólar: Einn er Milton Friedmans og annar er minn og snýst hann um að draga úr opin- berum afskiptum af atvinnulífinu. Reaganstjórnin hefur að vissu leyti tekið mið af mínum kenningum, en ekki í þeim mæli, sem ég helst kysi. Hún hefur aðeins að litlu leyti tekið mið af kenningum Friedmans. Hann er nú mjög argur yfir því að Seðlabankinn hefur aftur opnað fyrir aukningu peningamagns. Milton Friedman spáir nýjum sam- drætti 1984. Ég hef átt langt og náið samstarf við Friedman. Ég virði hann mikils, ekki aðeins sem prédikara og krossfara heldur einnig sem fræðimann. Ég felst á margar rök- semdir hans." — Nú hafa Evrópumenn ekki tileinkað sér kenningar Chicago- skólans né gert tilraunir með framboðshagfræðina í sama mæli sem Bandaríkjamenn. Erum við að verða á eftir? „Evrópa hefur ekki unnið mörg efnahagsleg afrek undanfarin ár. Vestur-Þýskaland stendur illa og samagildirum ítalfu. Frakkareigaí miklum vandamálum. Svíþjóð hef- ur ekki verið nein fyrirmynd síð- asta áratug. En það eru engar einfaldar skýringar á því af hverju efnahagslíf lands blómstrar eða ekki. Annars er þetta spurning um makróhagfræði. Mitt svið er mikróhagfræði — þaö eru vísindi, sem náð hafa meiri þroska en makrohagfræðin. Mikrohagfræðingar hafa unnið mikið og dýrmætt starf undanfarin 200 ár. Makrohagfræðingar breyta bara forsendunum: þar er Keynes í 20 ár, peningakenningin í 10 ár o.s.frv. Ekki svo að skilja að ég líti á þá sem asna, en kenningar þeirra eru lítt þroskaðar. Það er t.d. ekki til nein fullnægjandi kenning um hagsveiflur." — Víkjum að mikrohagfræð- inni. Þú hefur í 20 ár rannsakað orsakir og afleiðizgar opinberra afskipta. Nú hefur Hvíta húsið sett afnám opinberra afskipta hátt á óskalistann. Hvaða framfarir hafa orðið? „Opinber afskipti hafa verið af- numin á þrem sviðum: flugrekstri, bensínverði og bankakerfinu. Framfarir hafa einnig orðið á sviði járnbrauta og vöruflutninga á vegum. En ég held ekki að hag- fræðikenningar hafi haft úrslita- áhrif um að þessum opinberu af- sliptum var hætt. Það eru oftast efnahagslegar forsendur atvinnu- greinanna, sem breytast. Það eru atvinnugreinarnar sjálfar sem ýtt hafa á breytingar." — En nú hafa sumar greinar eins og flugrekstur orðið alvar- lega fyrir barðinu á harðnandi samkeppni. Hafa flugfélögin og aðrar atvinnugreinar óskað eftir auknu frelsi? ,,Já, vissulega er það atvinnulíf- ið, sem barist hefur fyrir afnámi opinberra afskipta. Ég held að enginn hópur í samfélaginu sé eins sterkur og atvinnulífið. Þar eru flestir gáfumanna, þeir sem hafa mesta orku og fjárráð. Maður getur ekki sett reglugerðir eða af- numið þær án samþykkis atvinnu- lífsins. En fyrirtækin hafa tungur tvær: I' öðru orðinu segjast þau vera and- víg opinberum afskiptum, en íhinu biðja þau um vernd gegn sam- keppni eða jafnvel ríkisstyrk. Hvað snertir flugfélögin og flutningabíla þá hefur samdráttur- inn komið harkalega niður á þeim. En það er ekki afnám opinberu af- skiptanna, sem hefur valdið þeim erfiðleikum. Þvert á móti hafa fyrstu áhrif orðið þau að hag- kvæmni hefur aukist. Flutnings- geta er nú betur nýtt. Neytendur finna þetta í lægri verðum. Hafi nokkur skaði skeð, er það af efna- hagslegum samdrætti." — Þú hefur sagt að ríkið sé nærsýnn Hrói höttur, sem steli frá öllum samborgurum? ,,Það er rétt. Hagkvæmur Hrói höttur stæli frá A og gæfi B. Ríkið tekur frá öllum og gefur öllum. Ríkið gefur vissulega sumum meira og tekur minna frá öðrum. En þetta hefur orðið að hreinu öngþveiti taka og gjafa. Við höfum milljón ákvarðanir, sem ganga í allar áttir. Það er nánast ómögulegt að greiða úr öllum tilfærslum til að finna út hvað ég, sem einkaaðili græði eða tapa af öllum þessum reglugerðum. Það er spursmál hvort þessar tilfærslur geri þeim (Dað gagn, sem þær eru ætlaðar. Ég er hræddur um að í mörgum tilfellum jafni þæær hverja aðra út.“ — Sagt er að Chicagoskólann skorti samúð með hinum veiku í samfélaginu. Hvernig bregstu við slíkum fullyrðingum? ,,Það er erfitt að trúa því að einn hópur hagfræðinga séu mannhat- ararog annarséu umhyggjusamar sálir. Min grundvallarskoðun er sú að allir græði á efnahagslegum uppgangi. Sagan kennir okkur að eina leiðin til að ráða bót á fátækt sé að skapa ríkt samfélag. Fátækt nútímans er á mun hærra plani en 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.