Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 63

Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 63
Ef þú heldur aö það sé óskaplega dýrt að breyta yfir í IBM System/34, þá er kominn tími til að þú fáir réttar upplýsingar Pað er staðreynd að System/34 frá IBM er ein hagkvæmasta tölvan sem hægt er að fá fyrir íslenskar að- stæður. IBM System/34 kom fyrst til íslands 1978 og hefur allar götur síðan reynst frábær starfskraftur hjá íslenskum fyrirtækjum. System/34 hefur verið í stöðugri þróun frá því að hún kom á markað- inn og er því enn í dag í fullu gildi. Nú býður IBM þér meðal annars tvær nýjar gerðir af skermum. Annar þeirra er litaskermur sem skilar 7 litum. Hann opnar þér nýja mögu- leika í framsetningu á upplýsingum, meðal annars á myndrænan hátt. IBM System/34 getur verið komin í fulla vinnu fyrir starfsemi þína nokkrum vikum eftir að þú ákveður kaup á henni. Uppsetning og undirbúningur er ódýrari en þú heldur og þjónustan fyrsta flokks. IBM System/34 krefst ekki sérnáms í tölvufræðum enda er hún notuð í flestum greinum atvinnulífsins, ekki síður hjá litlum fyrirtækjum en stórum. Pegar þú kaupir IBM System/34 ertu því að fjárfesta í öruggu kerfi sem hefur verið aðlagað íslenskum verkháttum. Pað er staðreynd að kaupverð System/34 hefur nýverið lækkað um 40% hérlendis vegna hagstæðrar framleiðsluþróunar hjá IBM. Þú gerir því góð kaup í IBM System/34. Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Sími 27700 ÍSLENSK PEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.