Frjáls verslun - 01.01.1983, Page 65
•rx.;.'.
::
vinnustaður — umhverfi
LETT SKILRUM
i—rl
T3 t
r 0= d a
--
4,--------------*
"A
e
Hin síðari ár hefur það færst mjög í vöxt að notuð séu færanieg
skilrúm eða skermveggir til að skipta stærri vinnusölum niður í
smærri einingar, í stað þess að binda húsnæðið strax með
steyptum veggjum sem gefa lítið svigrúm.
í samræmi við þetta hefur framboð á slíkum skermveggjum
aukist mjög, bæði innfluttum og innlendri framleiðslu. Skerm-
veggir þessir fást af ýmsum stærðum og er efnið sem notað er í
þá, mismunandi. Flestir eiga þó að tryggja ágætis hljóðeinangr-
un. Möguleikar sem veggirnir gefa eru einnig mjög misjafnir,
sumir eru ákaflega einfaldir og henta vel þar sem ekki þarf að
einangra afmörkuð vinnusvæði mjög. Aðrir bjóða uppá
mun flóknari möguleika og geta að velflestu leyti þjónað hlut-
verki fullkominna milliveggja. FV gerði stuttlega athugun á því
hvað væri helst á boðstólum hér af skermaveggjum. Gefnar eru
upp stærðir, efni, litamöguieikar og fylgihlutir, auk verðs sem
miðað er við lok febrúar. Það skal þó tekið fram að upptalning
þessi er ekki tæmandi í öllum tilvikum.