Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 69
fjórar stærðir: 246 X 80 cm, 146 X
40 cm, 175 X 80 cm og 175 X 40
cm. Er hæðin miðuð við veggskápa
þá sem fyrirtækið framleiðir.
Innfluttu skermveggirnir sem KS
hefur haft til sölu kom frá sænska
fyrirtækinu NKR. Þeir eru með stál-
ramma og er hljóðeinangrunin 7 cm
þykk. Áklæði má svo fá eftir eigin
vali. Einnig er hægt að fá svonefnda
rimlaveggi og eru rimlarnir stillan-
legir. Stærðir eru sex: 146 X 64 cm,
146 X 89,5 cm, 146 X 129,5 cm,
180 X 64 cm, 180 X 129,5 cm. Auk
þess eru 45,3 cm breiðar bogaein-
ingar fáanlegar í tveimur hæðum.
Tengja má saman jafnt háar sem
lágar einingar. Hillur, borðplötur og
skápar fást í ýmsum stærðum og
mismunandi viðartegundum. Þá er
hægt að festa sérstaka stokka á milli
eininga sem í má tengja bæði raf-
magn og síma.
Verð á skermunum sjálfum er kr.
2937-4032. Rímlaveggirnir eru tölu-
vert dýrari. Bókahillur með festing-
um passa í breiðari skermana og eru
þær 28 cm djúpar. Þær kosta kr.
510-897. Möppuhillur eru dýpri eða
35,3 cm og kosta kr. 672-1206.
Blaðahillur kosta kr. 609-716. Borð-
plötur kosta kr. 896-1538, en þær
eru 54 cm djúpar. Skáparnir kosta
síðan kr. 2712, en þeirpassa Í80cm
breiða skerma. ( þá má fá alls kyns
innréttingar. Tengihlutir ýmiss konar
kosta kr. 57-214 og fætur 178-306.
Sem dæmi um verð á innréttingum í
skápa má nefna að eyðublaða-
geymsla með 8 skábökkum kostar
kr. 983. Þá er hægt að fá sérstök
tölvuborð sem kosta kr. 3522.
Penninn
System B-8 er nafn á skrifstofu-
húsgögnum sem Penninn flytur inn
frá Danmörku. Þar á meðal eru
skermveggir og tilheyrandi fylgihlut-
ir.
Skermveggir þessir eiga að gefa
mjög góða hljóðeinangrun. Uppi-
staðan í þeim er sponaplata sem
fyrst er klædd með pappa og glerull,
en ysta lagið er eldvarinn svampur.
Áklæði fást svo með ýmsum áferð-
um og í mörgum litum. Einnig má fá
veggina úr acryl-gleri, en það er
töluvert dýrara. Ramminn er úr lit-
uðu járni, en fylgihlutir fást úr við,
Ijósri eik eða beyki og hillur jafnframt
úr stáli.
Hægt er að velja úr þremur
breiddum: 40, 80 og 120 cm og velja
má einnig um tvær hæðir: 100 og
150 cm. Hillur fást 80 og 120 cm
breiðar og skápar í 80 cm breidd. Af
öðrum fylgihlutum má nefna lampa-
hengi, korktöflur, álstokk sem leiða
má i rafmagns- og símaleiðslur,
borðplötur og svo afgreiðsluborð
með hillum undir fyrir lægri eining-
arnar.
Eftirfarandi eru dæmi um verð á
skermveggjum og fylgihlutum frá
Pennanum. Veggir: 150 X 50 cm kr.
1810, 150 X 80 cm kr. 2285,150 X
120 cm kr. 2930. Bogaeiningar kr.
3110-4560. Viðarhillur kr. 440-695.
Stálhillur kr. 720-825. Skrifborðs-
plötur kr. 3285-3580. Afgreiðslu-
borð með hillu kr. 1095-1670.
Skápar kr. 3465-5490. Fætur undir
einingarnar eru misjafnir en kosta
kr. 1521-3125. I gegnum þær má
leiða rafmagnsleiðslur.
Þessa skermveggi frá Pennanum
má svo nota með ýmsum öðrum
skrifstofuhúsgögnum, svo sem frí-
standandi skápum sem koma frá
sama fyrirtæki í Danmörku og eru
allar stærðir staðlaðar með það fyrir
augum.