Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 83
PVC-dúkar eða flísar: PVC er skammstöfun fyrir Poly-Vinyl-Chlorid sem erefniö í vinyl-dúkunum eöa flísunum sem lengi hafa veriö vinsæl á gólf. Dúkar hafa ýmsa kosti. Þaö er auðvelt aö þrífa þá, mjúkt aö ganga á þeim og hægt er aó velja úr mjög mörgum og mismunandi gerö- um. Endingin ereinnig misjöfn. Nú er farið aö framleiða dúka þar sem mynstur nær alveg í gegnum dúkinn, en lengst af var mynstriö aðeins á yfirborö- inu. Þetta þýðir að sjálfsögóu meiri endingu, eöa réttara sagt aö slitnir fletir sjást síöur en áöur. PVC-dúkar og flísar fást í öllum verðflokkum og væntan- lega má ganga út frá aó dýrari gerðir tryggi meiri gæöi. Steinskífur eða flísar: Hægt er aö fá innfluttar steinskífur og flísar hér í miklu úrvali og í misjöfnum stæröum. Einnig er á boðstólum íslensk framleiösla úr blágrýti, grágrýti og fleiri bergtegundum. Litir eru mjög mismunandi, eftir því hvaöan grjótiö kemur. En óhætt er að fullyrða aö hér er um mjög sterk efni að ræöa. Stein- og leirflísar fást einnig meö innbrenndri lakkhúó og alls kyns mynstri. Má sem best leggja margar þeirra jafnt á gólf og veggi. í eldhús, snyrt- ingar og víöar er nauösynlegt aö þétta hráar og náttúrulegar flísar vel meö grænsápu eða ööru verjandi efni til að varna því aö fita eða önnuróhreinindi gangi inn í steininn. Auðveldar þetta einnig mikið þrif á gólf- unum. Verð eru afar misjöfn, en þó er óhætt að segja að flísar þessar séu yfirleitt frekar dýrar. Marmari: Marmari er ekki síöur end- ingargott efni en steinflísarnar. Hann hentar mjög víða á gólfið, en um báða þessa síðast- nefndu flokka gildir aó hart er að ganga á þessum gólfum og þau eru ekki vel fallin til að draga úr hávaða eöa glymj- anda. Slíkt má þó dempa nokkuð meó því að setja á þau mottur eða dregla. Auðvelt er að þrífa marmarann, en hann er nokkuð viðkvæmur fyrir sýr- um. Marmari er enn nokkuð dýrt gólfefni, en verðið hefur þó lækkaö nokkuð á undan- förnum árum. Gervigúmmídúkur: Gervigúmmídúkur er tiltölu- lega nýtt efni og einnig nýlega komið á markað hér. Dúkurinn er upphleyptur með tökkum eða doppum og oftlega nefnd- ur takkadúkur. Þessi gervi- gúmmídúkur hefur aflað sér mikilla vinsælda, enda á end- ing hans að vera mjög mikil. Sem dæmi má nefna aö hann er mikið tekinn á stofnanir og aóra staði þar sem umferó er mikil, svo sem flughafnir og járnbrautarstöðvar. Dúkinn má fá f ýmsum þykktum og mörg- um litum, bæði einlitan og tví- litan. Korkur: Korkur hefur verið ákaflega vinsæll til nota hér undanfarin ár, ekki síst í heimahúsum. Korkurinn er bæði hlýlegt og skemmtilegt efni. Fæst hann í flísum, bæöi vinylhúðaður og ,,hrár“. Þegar nota á kork á umferðarþungum stöðum er hiklaust hægt að mæla með þeim óhúðaða. Er hann þá lakkaóur með sterku lakki. Ástæðan er sú að náttúrulega korkinn má fá mun þykkari en þann húðaða og þegar lakkið slitnar er lítið annað aö gera en að slípa upp gólfið og lakka aftur. Er það þá sem nýtt. Þeg- ar sá vinylhúðaði fer að láta á sjá, er aftur lítió hægt að gera. Svo er þaó skemmtilegur bón- us að náttúrulegi korkurinn kostar jafnvel ekki meira en þriðjung þess sem sá húðaði kostar. Ráðlegt er að spyrja sérfróða um hvaöa lím henti best hverju sinni. Sé það rétt valið, á korkurinn aö þola næstum hvað sem er og jafn- framt er mjög auðvelt að þrífa hann. Kókósteppi: Kókósteppi náóu strax mikl- um vinsældum er þau komu hér á markað fyrir nokkrum ár- um. Yfir þeim er mikill léttleiki og féllu þau sérlega vel að hvítu málningunni og furunni sem til skamms tíma voru hér alls ráðandi. Gæði kókósteppa eru mjög misjöfn, en um þau öll má segja aö þau séu ekki sér- lega auðveld til þrifa. Á móti kemur að lítið sést á teppunum nema þá ef eitthvað hellist niður eða blettir myndast á annan hátt. Þá vandast heldur um hreinsun. Kókósteþpi fást sem fyrr segir í mörgum gæða- flokkum og jafnframt á mis- munandi verði. Er rétt að hugsa málið vel áður en þau eru valin á umferðarþyngri staði. Kostirnir eru þeir helstir að kókós er hlýlegt og skemmtilegt efni og gefur prýðilega hljóðeinangrun. Það andar einnig vel í gegnum þau og loftið verður gott, þangaó til að óhreinindi hafa náðst að safnast saman undir þeim. Þeim óhreinindum getur verið erfitt að ná í burtu, en kröftug ryksuga gerir þó mikió gagn. Fljótandi gólfefni og máining: Þó fljótandi gólfefni sé talið hér með, er næsta víst að fáir myndu nota slíkt á skrifstofu- húsnæði. Efni þessi hafa þó marga og mikla kosti. Þau eru mjög slitsterk og þola vel heitt vatn og ýmis sterk efni. Hió Framhald á bls. 89 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.