Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 85
bækur
Stundaglasið — hagnýt bók um
skipulagningu tímans
Stundaglasið, bók um tíma-
skipulagningu, heitir nýlega
útkomin bók. Því miður kennir
ekki margra grasa á íslenskum
bókamarkaði í þessari grein
bókmennta. Eru þó margir
þeirrar skoðunar að Islending-
ar svona yfirleitt séu manna
verstir staddir um allt tíma-
skipulag sitt. Raunar er bóka-
kostur á íslensku um ýmis
hagræðingarmálefni fátæk-
legur mjög enn sem komið er.
Vonandi verður ráðin bót á
þessum skorti á hagnýtu les-
efni fyrir forráðamenn og
raunar alla starfsmenn fyrir-
tækja á komandi árum. Okkur
dettur þá í hug að e.t.v. muni
fyrirtækin f landinu ráða þenn-
an vanda sjálf á sama hátt og
útgefendur Stundaglassins
eftir Edwin C. Bliss.
Þaö óvenjulega við þessa bók er
í rauninni margt. Meðal annars
það að bókin er ekki föl á almenn-
um markaði, hún er ekki til sölu, en
hinsvegar gefin ýmsum viðskipta-
vinum útgefendanna, sem eru
Hafskip h.f. og Karnabær h.f.
Eins konar ,,mottó“ bókarinnar
er eftirfarandi:
Gærdagurinn er ógild ávísun
Morgundagurinn er loforð um
borgun
Dagurinn í dag er reiðufé, not-
aðu það!
Þetta mættu eflaust margir skoða
og íhuga.
En lítum aðeins á efni bókarinn-
ar. I henni er rætt á stuttan en
skýran hátt um hluti eins og þessa
samkvæmt efnisyfirliti: Að læra af
reynslunni, áfengi, atferlismótun,
flöskuhálsar, hlé, stresstaskan,
flokkun tímanotkunar, óreiða,
samskipti, ferðatími, einbeiting,
símafundir, afrit, bréfaskriftir,
neyðarástand, tímamörk, vald-
dreifing, diktafónninn, afkasta eða
markvirkni, líkamsþjálfun, ótti,
pappírsflóðið, skjalavistun, upp-
lýsingaflóð, truflanir, listar, fundir,
minnisblöð, starfsaðstaða, kostn-
aður við pappírsvinnu, skrif-
finnskupróf, skipulagning, for-
gangsverkefni, hraðlestur, spenna
og tímanotkun, tímaskráning,
skipulagning tímans, bréfakarfan,
vinnusýki. Og hér hefur aðeins
verið stiklað á stóru í kaflafyrir-
sögnum bókarinnar.
Þýðingu bókarinnar gerðu þau
Fríða Ingvarsdóttir og Hans Othar
Jóhannsson og er það lipurlega af
hendi leyst. Bókin er 121 blaðsíða,
skreytt skemmtilegum teikni-
myndum. Ef við kíkjum aðeins á
einn kafla í bókinni og veljum t.d.
kafla sem heitir Fundir, þá hljóðar
hann svo:
Fundir
llla skiplagóir fundir undir
slæmri stjórn eru einhver mesta
tímaeyðsla sem hugsast getur.
Hafðu það í huga ef það er innan
þíns verkahrings að halda fundi.
Spurðu sjálfan þig: ,,Er þessi
fundur afsökun til að fresta ein-
hverri framkvæmd? Get ég sjálfur
tekið ákvörðunina án þess að ráð-
færa mig við aðra? Því ekki það?“
Athugaðu hvort þú getur ekki not-
að símann ef nauðsynlegt er að
ráðfæra sig við aðra. Reyndu að
koma í veg fyrir fundinn, því hver
mínúta sem fer til spillis, er marg-
földuð með fjölda fundarmanna.
Ef fundurinn er nauðsynlegur,
skaltu boða hann skriflega og taka
mjög skýrt fram hvað skuli taka til
ákvörðunar en ekki bara segja frá
umræðuefninu.
Ef þú til dæmis boðar vissan
fjölda fólks til fundar á skrifstofu
þinni til að ,,ræða“ um vöruteg-
undir ertu raunverulega aö biðja
það um að koma til að rabba sam-
an. Hugleiddu áhrif svohljóðandi
minnisblaðs:
Til: Guðrúnar Jónsdóttur,
Magnúsar Hallvarðssonar, Péturs
Gunnarssonar, Frióriks Friðriks-
sonar.
Viðfangefni: Vörutegundir.
Vinsamlegast mætið á einnar
klukkustundar fund á skrifstofu
minni n.k. þriðjudag kl. 15.00 til að
ákveða eftirfarandi um vöruteg-
undir:
1. Er vöruúrval okkar orðið of
flókið fyrir framleiðslu og sölu?
2. Væri hagkvæmt að framleiða
færri umbúðarstærðir?
3. Er markaðurinn opinn fyrir
breytingunni?
4. Ef til fækkunai á vöruteg-
undum kæmi eða stærðum um-
búðanna, hverjar ætti að taka fyrir
fyrst?
Þeir sem fá slíkt minnisblað
munu koma til fundar fullkomlega
meðvitaðir um nauðsynlegar upp-
85