Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Side 13

Frjáls verslun - 01.02.1983, Side 13
innlent Grái lánamarkaðurinn: Okur eða sjálfsögð þjónusta? Bæði þeir sem viðskipti stunda og aðrir vita að hérlendis er starfræktur sérstakur lánamarkaður, sumir kalla þessa fjár- málaþjónustu „okurlána- hark“ en aðrir kalla hana „gráa lánamarkaðinn“. Öðru hvoru eru sagðar sögur af vandræðum þeirra sem ekki hafa get- að staðið í skiium við þessa „gráu“ lána- drottna, sem vildu sína peninga og engar refjar og fólki sundlar við þeim óhemju gróða sem þessir aðilar sópa til sín. Við mat á gróðanum er hvorki tillit tekið til áhættu lánveit- andans né þess að skil- greiningu vantar á því hvar vöxtum sleppir og okurvextir taka við. Það er jafnvel tii í dæminu að vextir og viðurlög, sem ríkið innheimtir af van- goidnum söluskatti sé ekki talið vaxtaokur þótt það sé álíka prósenta og gildir í „gráu“ viðskipt- unum. Hins er sjaldnar eða aldrei getið að í langflestum tilvikum eru gráu lánin byggð á gagn- kvæmum hagsmunum og margir sem þessa þjón- ustu hafa keypt, þegar allt annað þraut, hefðu beðið fjárhagslegt tjón ella sem nam mun hærri upphæð en gráu vextirnir, að ekki sé talað um þá mörgu sem hafa hagnast vel á að fjármagna viðskipti með gráum lánum. Það má einnig velta þeirri spurningu fyrir sér hvort 10% vextir á mánuöi í 100% veró- bólgu, eða 20% vextir á mánuði í 100% verðbólgu séu okur- vextir á sama tíma og verð- trygging er lögleidd í flestum viðskiptum með fjárfestingar- lán. Er ekki hugsanlegt að gráu 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.