Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 27

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 27
afleiðingar þess vanda, sem skapaðist í útflutningsiðnaði Sambandsins á árinu 1981, þegar gengi Evrópugjaldmiðla var langtímum saman haldið nær föstu í 50% verðbólgu, þannig að tekjur stóðu í stað meðan tilkostnaður jókst um 4 — 5% á mánuði. Viö þann vanda sem þá kom upp, að viðþættum erfióleikum frá ár- inu 1980, erum við enn að glíma. Sem dæmi má nefna, að vegna þeirra dollaralána, sem tekin voru í árslok 1981 til aó fjármagna iðnaðartaprekstur fyrri ára voru greidd 113% í vexti og gengistap á síöasta ári. Annað dæmi um erfiðleika, sem Sambandið glímir við, er versnandi samkeppnisaóstaða Véladeildar Sambandsins í verslun með bifreióar, land- búnaðar- og vinnuvélar frá Bandaríkjunum vegna hinnar sterku stöðu dollarans. Nú í stórum dráttum má segja, að það fari ekki hjá því, að stórfyrirtæki eins og Sam- bandið finni fyrir æðaslætti efnahagslífsins í heild, þannig að þegar vel árar gangi vel í Sambandinu og öfugt. En það eru ekki allir hlutir sem illa ganga, síður en svo. Sérstaklega vil ég nefna þá ánægjulegu þróun, sem átt hefur sér stað í sölustarfsemi Sjávarafurðadeildar í Banda- ríkjunum hjá fyrirtæki okkar og Sambandsfrystihúsanna, lce- land Seafood Corporation. Þar hefur gengið mjög vel, sem er árangur markvissrar markaðs- starfsemi undanfarinna ára. Skipareksturin gekk vel og hluti verslunarinnar. Þá var greiðsluframlag rekstrar hag- stætt á s.l. ári. Verðbólgan og verð- trygging lána — Verðbólgan er sögð Rekstur sam- bandsins yrði mun léttari ef verðbólgan stöðvaðist ógnvaldur alls athafnalífs á ís- landi núna. Staðreynd er, að verbólga fyrri ára hefur verið lykillinn að útþenslu og upp- byggingu fjölda fyrirtækja svo og fjárfestinga þeirra og ein- staklinga. Þolir fyrirtæki eins og Sambandið að verðbólgan stöðvist? Eða er slíkt nauðsyn nú eftir að verðtrygging lána hefur verið tekin upp? — Það er ekki ofsögum sagt, aó verðbólgan er ógn- valdur alls atvinnulífs á íslandi. I því sambandi leyfi ég mér að fullyrða, að verði ekki búið að grípa til róttækra aðhaldsað- gerða og jafnframt leyst úr greiðslufjárerfiðleikum at- vinnulífsins innan nokkurra vikna, þá verður komiö fjölda- atvinnuleysi í haust. Því þola aögerðir enga bið. Á þetta benti ég í blaðaviðtali í byrjun árs. Áður fyrr hagnaðist atvinnu- reksturinn óneitanlega á verö- bólgunni, vegna þess aó fjár- magnskostnaður var þá mun lægri en verðbólgan. Sá hagn- aður var þó ekki einhlítur, því einnig má segja, að hér fyrr á árum hafi veróbólgan brenglað fjárfestingarákvarðanir fyrir- tækja t.d. meó því að láta fjár- festingar í steinsteypu hafa forgang umfram fjárfestingartil hagræðingar t.d. í betri vél- búnaði. Þannig að þegar upp var staðiö var ávinningurinn MATBORÐIÐ SF. \ - Skipholti 25 - q - Sími21771 - BJODUM UPP A MAT í hitabökkum, til fyrirtækja og starfshópa Fyrsta flokks þjónusta og ávallt besta fáanlegt hráefni FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL Matreidslumeistarar 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.